fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Hrafn og Helgi Björn taka við sem framkvæmdastjórar hjá Alva

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Árnason.

Breytingar hafa orðið hjá fjármálatækni fyrirtækið Alva, sem og hjá tveimur dótturfélögum þess. Hefur Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og hefur Helgi Björn Kristinsson tekið við sem framkvæmdastjóri Netgíró. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alva.

Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og mun hafa yfirumsjón með allri viðskiptaþróun hjá Alva og þremur dótturfélögum þess, Netgíró, Inkasso og Aktiva.  Þá verður Hrafn áfram framkvæmdastjóri Aktiva. Hrafn er með MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg (2007) og Cand. oecon í Viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands (1998). Hrafn hefur umfangsmikla reynslu úr fjármálaheiminum en hann hefur síðustu 19 ár meðal annars verið framkvæmdastjóri hjá Landsbréfum og hjá Kaupþingi og forstöðumaður hjá Íslandsbanka. Hrafn er í sambúð með Ingu Birnu Ragnarsdóttir framkvæmdastjóra og eiga þau 3 börn.

Helgi Björn Kristinsson.

Helgi Björn Kristinsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Netgíró. Helgi Björn er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands (1992) og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík (2006). Helgi Björn hefur undanfarinn áratug starfað hjá Íslandsbanka sem forstöðumaður og verkefnisstjóri en þar á undan var hann framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla, sölustjóri hjá Plastprent og Toyota,  auk þess að starfa við markaðsráðgjöf hjá PWC. Helgi Björn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök og einnig kennt á framhaldskólastigi auk námskeiðshalds fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Helgi Björn er giftur Helgu Ólafs og eiga þau þrjú börn.

Með þessum breytingum á yfirstjórn höfum við gert verkaskiptingu enn skýrari og styrkt félögin til muna. Skarpari áherslur í starfsemi þeirra er góður grunnur að undirbúningi að sókn félaganna á erlendum mörkuðum á komandi mánuðum,

segir Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Alva. Alva er stærsta fjármálatækni fyrirtæki landsins en það á og rekur Netgíró, Aktiva og Inkasso ásamt því að vera með töluverða starfsemi erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun