fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Fjalla mun meira um hryðjuverk múslima en önnur hryðjuverk

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2017 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Fjölmiðlar fjalla fimm sinnum meira um hryðjuverk sem múslimar fremja en hryðjuverk sem aðrir fremja. Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar um fjölmiðlaumfjöllun þar í landi.

Á tímabilinu 2011 til 2015 sýndu fjölmiðlar hryðjuverkum sem framin voru af múslimum 449% meiri athygli. Við rannsóknina, sem gerð var í Háskólanum í Georgíu, voru talin þau skipti sem fjallað var um tiltekið hryðjuverk og það greint. Á þessu tímabili frömdu múslimar 12,4% af öllum hryðjuverkum en umfjöllun fjölmiðla var 41,4% á þeim hryðjuverkum. Hef breska vefritið Independent eftir rannsakendunum að þetta bendi til fjölmiðlar séu að ýta undir ótta við múslima.

Frá minningarathöfn um voðaverk Wade Michael Page í Wisconsin árið 2012. Mynd/EPA

Á þessu tímabili sneru rúm 20% fjölmiðlaumfjöllunar að hryðjuverkunum í Boston árið 2013 þar sem þrír létust, hryðjuverkamennirnir voru múslimar. Var þetta borið saman við umfjöllun um hryðjuverkin í Wisconsin þar sem sex létu lífið, hryðjuverkamaðurinn var hvítur og sneri 3,8% umfjöllunar fjölmiðla á tímabilinu að þeim atburði. Sömu sögu er að segja af voðaverkum Dylan Roof í Suður-Karólínu og Frazier Glenn Miller í Kansas.

Vilja rannsakendur meina að niðurstöðurnar hrekji orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að lítið sé fjallað um hryðjuverk múslima:

Eftir stendur að árásir sem framdar eru af múslimum fá miklu meiri umfjöllun. Gögnin sýna að múslimar frömdu 12,4% allra árása en fengu 41,4% af umfjölluninni. Hvort þetta sé meðvituð ákvörðun hjá fjölmiðlum eða ekki þá gefur þetta í skyn að fólki beri að óttast tiltekinn hóp frekar en annan. Með því að fjalla svona mikið um hryðjuverk múslima þá er það látið líta út eins og þau séu algengari en önnur. Miðað við niðurstöðurnar þá er ekkert skrýtið að Bandaríkjamenn óttist róttæka íslamista. Sannleikurinn er samt sá að þessi ótti á ekki við rök að styðjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu