fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermaður aðskilnaðarsinna óvirðir fána Úkraínu.

Eftir Björn Bjarnason:

Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg.

Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra Úkraínumanna.

Zakharsjenkó er hollur Rússum og segir að hann geri þessa tillögu til að stuðla að friðsamlegri lausn á erfiðri deilu án þess að stofna til styrjaldar. Þetta sé lokatillaga sín. Í henni felst að Úkraína verði sambandsríki og njóti einstök fylki innan þess verulegrar sjálfstjórnar.

Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, segir að Zakharsjenkó sé ekki annað en strengjabrúða Rússa. Talið er að Moskvumenn vilji nú setja eitthvað á svið til að ögra öðrum, einkum Bandaríkjamönnum.

Svonefnd alþýðulýðveldi Donzek og Luhansk eru að sögn Alexanders Zakharsjenkós,  einu hlutar landsins undir lögmæltri ríkisstjórn.

Frankfurter Allgemeine Zeitung segir þessa atburði ekki koma þýsku ríkisstjórninni á óvart. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi gefið til kynna í viðræðum í tengslum við G20-leiðtogafundinn í Hamborg að hann mundi viðurkenna sjálfstæði landsvæðanna.

Undanfarna mánuði hafa ráðamenn í Moskvu stigið mörg skref í átt að raunverulegri innlimun landshlutanna. Þeir undirbúa að rúblan verði gerð að lögeyri svæðanna og þau viðurkennd sem alþýðulýðveldi.

Frankfurter Allgemeine Zeitung segist hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjastjórn ætli að auka vopnasölu til Úkraínustjórnar, þar á meðal varnareldflaugar gegn skriðdrekum.

Þá segir þýska blaðið að af hálfu G7-ríkjanna sé unnið að áætlun um endurbætur á stjórnarháttum í Úkraínu. Ætlunin sé að reyndir stjórnmálamenn frá G7-ríkjunum fari til Kænugarðs og starfi að ráðgjöf á ýmsum lykilsviðum stjórnmála og viðskipta. Þýska stjórnin hafi til dæmis ákveðið að Georg Milbradt, fyrrv. forsætisráðherra í Saxlandi, verði fulltrúi sinn.

Angela Merkel kanslari ræddi þátttöku Breta við Theresu May forsætisráðherra þegar þær hittust á G20-leiðtogafundinum. Þá hefur Kanadastjórn ákveðið að taka þátt í verkefninu.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?