fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

May fer í Buckingham höll og óskar eftir stjórnarmyndunarumboði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. júní 2017 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May

Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins mun fara á fund Elísabetar Bretadrottningar kl. 12:30 að breskum tíma og fara þess á leit við drottninguna að hún veiti henni umboð til stjórnarmyndunar þrátt fyrir að hafa misst meirihlutan í neðri deild þingsins í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur skorað á May að segja af sér sem forsætisráðherra.

Úrslit kosninganna eru með þeim hætti að enginn flokkur hefur náð hreinum meirihluta. Allt stefnir í að Íhaldsflokkurinn fái 318 sæti og Verkamannaflokkurinn 262. May hefur tilkynnt að hún hafi ekki í hyggju að leggja árar í bát og segja af sér. Íhaldsmenn þyrftu átta þingsæti í viðbót til að ná hreinum meirihluta.

Sjá umfjöllun Eyjunnar: Kosningar í Bretlandi á morgun – Nær enginn hreinum meirihluta?

Jeremy Corbyn.

Orðrómar eru uppi um að Verkamannaflokkurinn, ótvíræður sigurvegari kosninganna, muni freista þess að mynda minnihlutastjórn. Corbyn sigraði í sínu kjördæmi með meira en 40 þúsund atkvæðum og flokkur hans náði fjölmörgum sætum frá Íhaldsflokknum. Fyrrum formaður Frjálslynda flokksins og varaforsætisráðherra, Nick Clegg missti þingsæti sitt til Verkamannaflokksins og náði flokkurinn aftur sætinu sem Gordon Brown, fyrrum formaður og forsætisráðherra hélt í Skotlandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei