fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Pútín áréttar enn hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Björn Bjarnason skrifar:

Rússar stefna að auknum umsvifum í heimskautahéruðum sínum ef marka má boðskap Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á árlegum fundi sínum þar sem hann svarar spurningum frá almenningi í beinni sjónvarpsútsendingu. Fundurinn var að þessu sinni fimmtudaginn 15. júní.

Forsetinn líkti sókninni inn á heimskautasvæðið núna við það þegar Rússakeisarar hófu landnám í Síberíu.

„Við getum óhikað sagt að veldi okkar og tækifæri aukast með auknum umsvifum í heimskautahéruðunum,“

sagði forsetinn.

Heimskautasvæðin skipta mjög miklu, þau skapa framtíð okkar Rússlands,

Nagurskoje-herstöðin, nyrsta hernaðarmannvirki Rússa, stolt Pútins.

sagði forsetinn þegar hann svaraði manni frá St. Pétursborg sem undraðist og spurði: „Hvers vegna festum svið svona ofboðslega mikið fé á þessu svæði? Undanfarin 20 ár hefur næstum enginn einu sinni leitt hugann að því.“

Pútín lagði áherslu á orð sín og sagði „við erum komin aftur“ og hann vonaði að Rússar yrðu þar „að eilífu“. Hann sagði að í þágu þjóðaröryggis yrði að leggja höfuðáherslu á norðurslóðir:

Bandarískir kafbátar eru á verði undan strönd Noregs og það tekur aðeins 15 mínútur fyrir eldflaugar þeirra að ná til Moskvu.Við verðum að átta okkur á stöðunni, sjá hvað um er að vera, við verðum að verja þessa strönd í samræmi við það og standa vörð við landamærin.

Hann sagði einnig:

„Við skulum ekki gleyma hernaðarlegu hliðinni með tilliti til hernaðarmáttar landsins er þetta gífurlega mikilvægt svæði.“

Franz Josef land er eyjaklasi fyrir norðan rússneska meginlandið. Pútín sagði á fundinum að erlendir leiðsögumenn kæmust þannig að orði að eyjaklasinn hefði „einu sinni verið hluti Sovétríkjanna“. Taldi hann þetta áhyggjuefni. „Hvað sem öðru líður er þetta okkar land.“ Þess vegna ætti að tryggja samgönguleiðir til eyjaklasans, standa þar að atvinnustarfsemi og tryggja fullveldi Rússa yfir eyjunum.

Á fundinum ræddi Pútín einning um stórhuga uppbyggingu rússneska ísbrjótaflotans. Hann sagði að áætlun væri um að smíða fjóra LK60 ísbrjóta en einnig næstu-kynslóðar-risaskipið Lider til sögunnar.

„Árið 2025 verður lokið við smíði þessa nýja ísbrjóts, af alveg nýrri gerð, hann verður umtalsvert öflugri – tvisvar sinnum öflugri,“ sagði forsetinn. Hann viðurkenndi hins vegar að ef til vill yrði vandasamt að finna nægilega fjármuni í nýja verkefnið.

Birtist upphaflega á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna