fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Frakklandsforseti opnar á möguleikann á að Bretar verði áfram í ESB

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. júní 2017 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuelle Macron forseti Frakklands

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fundaði með Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í gær. Að fundi þeirra loknum sagði hann að ef Bretar sjái eftir því að hafa samþykkt að yfirgefa ESB þá sé þeim velkomið að vera áfram í sambandinu. Á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtoganna sagði Macron að dyrnar að ESB stæðu Bretum að sjálfsögðu opnar á meðan samningaviðræðunum um Brexit er ekki lokið. Hann sagði jafnframt að hann virði ákvörðun bresku þjóðarinnar um útgöngu úr ESB og vonist til að samningaviðræðurnar um útgönguna geti hafist sem fyrst.

May var stuðningsmaður áframhaldandi veru Bretlands í ESB en í kjölfar niðurstöður kosninganna um Brexit lofaði hún að virða vilja fólks og draga Bretland út úr Evrópusamstarfinu. May sagði í gær að tímaáætlunin varðandi Brexit-viðræðurnar muni standast þrátt fyrir að niðurstöður þingkosninganna í Bretlandi í síðustu viku hafi verið aðrar en hún vonaðist til. Það stefnir því í að viðræðurnar hefjist í næstu viku.

Á heimavelli berst May fyrir pólitísku lífi sínu og reynir nú að mynda ríkisstjórn í kjölfar þess að Íhaldsflokkurinn missti hreinan meirihluta sinn á þingi. Hún boðaði til kosningar í þeirri von að flokkurinn myndi auka meirihluta sinn á þingi og þannig styrkja stöðu sína fyrir Brexit-viðræðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna