fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Vel heppnuð tilraun með eldflaugavarnir

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. maí 2017 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Bandaríkjaher hefur í fyrsta sinn gert tilraun með því því að virkja eldflaugavarnarkerfi sitt gegn skipulagðri árás með langdrægri eldflaug (ICBM) og fagnar árangrinum í yfirlýsingu.

Tilraunin var gerð þriðjudaginn 30. maí. Árásarflauginni var skotið frá Reagan-tilrauanstöðinni á Marshall-eyjum á Kyrrhafi í áttina að hafsvæði fyrir sunnan Alaska.

Gagn-eldflaugin var send frá Vanderberg-flugstöðinni í Kaliforníu. Hún fór í veg fyrir árásarflaugina og eyddi henni.

„Þetta heppnaðist afar vel,“ sagði í yfirlýsingu hersins.

Sérfræðingar líkja tilrauninni við að reynt sé að hitta byssuskúlu á lofti með skoti úr annarri byssu.

Tilraunin er hluti af varnaráætlun sem nefnist Ground-Based Midcourse Defense (GMD) og ætlað er að verja Bandaríkin gegn vaxandi árásarhættu frá Norður-Kóreu.

Áður hafa annars konar tilraunir verið gerðar með GMD-kerfið og hefur tekist að hitta skotmarkið í níu tilvikum af 17 frá 1999. Síðasta tilraunin af því tagi var gerð árið 2014.

Talið er að Norður-Kóreumenn þrói nú langdræga eldflaug (ICBM) sem skjóta megi frá landi á skotmörk í Bandaríkjunum. Um 9000 km fjarlægð er milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Drægni ICBM-flauga er minnst 5.500 km. Sumum þeirra má skjóta 10.000 km eða lengra.

Til þessa hefur kostað um 40 milljarða dollara að þróa GDM-kerfið.

Birtist upphaflega á vefsíðu Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?