fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Trump setur Saudi-Arabíu í fyrsta sæti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. maí 2017 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saudi-Arabía leikur sér að Bandaríkjastjórn. Þetta skrifar Fareed Zakaria í grein í The Washington Post. Zakaria fjallar um ferð Donalds Trumps til Miðausturlanda þar sem hann seldi Saudum ókjör af vopnum og hafði í hótunum við Írani sem hann sagði að væru uppspretta hryðjuverka.

En þetta stenst ekki skoðun, segir Zakaria. Ofstækisfullar trúarkenningarnar sem eru að baki hryðjuverkum og hafa breiðst út um heiminn koma frá Saudi-Arabíu. Saudar hafa veitt gríðarlegu fé í byggingu moska um víða veröld, meðal annars í Evrópu, þar sem er boðuð harðlínuútgáfa af íslam. Og frá Saudi-Arabíu hafa komið hryðjuverkamenn í stríðum straumum, til dæmis 15 af 21 flugræningjum 11. september 2001.

Hið sama verður ekki sagt um Íran þótt þar sé uppspretta alls kyns ófriðar. Zakaria segir að 94 prósent af dauðsföllum vegna hryðjuverka íslamista séu af völdum ISIS, al-Quaeda og jihadista sem eru sunníar. Einatt sé að finna tengingar við Saudi-Arabíu, ekki Íran, en þar eru shítar ráðandi.

Zakaria heldur því fram að Trump hafi kokgleypt línu Sauda varðandi hryðjuverk, en hún gengur út á að kenna Írönum um. Þannig hafi Bandaríkin undirgengist utanríkisstefnu Saudi-Arabíu sem gengur út á stöðuga baráttu gegn shítum. Þetta muni flækja Bandaríkin í endalausan ófrið og flækja samskiptin við ríki eins og Írak sem vill halda friðinn við báða trúarhópana. Og þetta geri ekkert til þess að lægja hryðjuverkaógnina.

Og að lokum segir Zakaria:

Utanríkisstefna Trumps var að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, ekki Saudi-Arabíu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg