fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Viss samhljómur milli Smára og Sigmundar

Egill Helgason
Föstudaginn 26. maí 2017 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ákveðinn samhljómur milli þess sem Píratinn Smári McCarthy og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segja um starfsemina á Alþingi. Þeir eru þó varla á sama máli um aðra hluti, það er stutt síðan Sigmundur tók feil á Smára og taldi að hann væri varaþingmaður.

En Smári skrifar í grein sem birtist á Eyjunni.

En stærsta atriðið sem virðist vanta á Alþingi er einhverskonar samkennd. Ég á ennþá eftir að upplifa það, sitjandi í þingsalnum, að allir séu að vinna að sama markmiði ─ að betrumbæta Ísland í þágu allra. Mig langar til að trúa því, en ég bara get það ekki. Vandinn er nefnilega sá að allt of oft heyrast raddir slíkra sérhagsmuna að manni líður eins og óboðnum gesti í þjófabæli.

Og Sigmundur segir í viðtali við Ríkisútvarpið:

Ég held að það geri sér nú flestir grein fyrir því sem fylgjast með stjórnmálum að þingið er ekki besti vettvangurinn til að koma málum hratt í framkvæmd eða vera vettvangur frumlegrar umræðu,“ segir Sigmundur. Eðli málsins séu þar fyrst og fremst afgreidd mál sem verði til í kerfinu og hjá ríkisstjórninni. „Reynsla mín er sú að nýjar og frumlegar hugmyndir verða iðulega til utan þingstarfanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg