fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Tveir bæjarstjórar með hærri laun en Dagur B. Eggertsson

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. maí 2017 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi, Haraldur Sverrisson í Mosfellsbæ, Haraldur L. Haraldsson í Hafnarfirði, Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi og Gunnar Einarsson í Garðabæ. Með þeim á myndinni er Áshildur Bragadóttir forstöðukona Höfuðborgarstofu.

Stærð sveitarfélaga og laun bæjarstjóra virðast oft í litlu samræmi samkvæmt nýrri úttekt DV á launamálum þeirra. Meðallaun bæjarstjóra eru 1,6 milljónir króna á mánuði en launahæstur bæjarstjóra er Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstóri í Kópavogi með 2,2 milljónir króna á mánuði þegar allt er tekið saman.

Dagur B. Eggertsson er með ríflega tvær milljónir króna í laun á mánuði þegar seta í stjórnum og nefndum er tekin með en borgarstjóralaunin eru 1.490.457 krónur á mánuði.

Aðeins Ármann og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ eru með hærri laun en Dagur. Ármann fær rúma 1,9 milljónir króna í laun og bifreiðastyrk en í Kópavogi búa ríflega 34 þúsund manns. Auk þess fær hann rúmar 317 þúsund krónur fyrir setu sína sem bæjarfulltrúi en það er misjafnt eftir bæjarstjórum hvort þeir þiggja bæjarfulltrúalaun eða ekki.

Gunnar náði ekki inn í bæjarstjórn sem aðalmaður og er því varamaður og fær af þeim sökun einungis greitt þegar hann tekur sæti á fundum bæjarstjórnar Garðabæjar. Hann fær hæstu föstu launin fyrir bæjarstjórastarfið, 2,1 milljón króna á mánuði. Í Garðabæ búa tæplega 15 þúsund manns.

Úttektina á launum bæjarstjóra víðsvegar um landið má lesa í heild sinni í helgarblaði DV og á DV.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi