Bæjarstjórar á ráðherralaunum

Tveir bæjarstjórar á hærri launum en forsætisráðherra – Nokkrir þiggja líka full laun sem bæjarfulltrúar – Launakostnaður vegna bæjarstjóra og -stjórna hækkað um allt að 44 prósent milli ára

Launahæstu bæjarstjórarnir í úttekt DV.
Tróna á toppnum Launahæstu bæjarstjórarnir í úttekt DV.
Mynd: Samsett mynd

Launahæstu bæjarstjórar landsins þéna á við forsætisráðherra Íslands og gott betur. Oft virðist lítið samræmi á milli launa bæjarstjóra og stærðar sveitarfélagsins. Þeir launahæstu þiggja flestir bæði full laun fyrir að vera bæjarstjórar og kjörnir bæjarfulltrúar sem ýtir þeim launalega upp að hlið borgarstjóra Reykjavíkur og nokkurra æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Meðallaun bæjarstjóra í dag eru um 1,6 milljónir króna á mánuði. Launahæstur allra er bæjarstjórinn í Kópavogi sem fær rúmar 2,2 milljónir á mánuði.

Þetta kemur fram í úttekt DV á launum bæjarstjóra þar sem óskað var eftir upplýsingum um laun og hlunnindi fjórtán bæjarstjóra víðs vegar um landið. Tilefnið er að undanfarið hafa sveitarfélög verið að birta ársreikninga sína þar sem lítið gagnsæi er í uppgefnum upplýsingum um laun og hlunnindi æðstu stjórnenda. Laun bæjarstjóra og bæjarstjórna eru ekki sundurliðuð sérstaklega í reikningunum. DV óskaði því eftir þessum upplýsingum hjá hverju þessara sveitarfélaga fyrir sig. Óskað var eftir upplýsingum um heildarmánaðarlaun bæjarstjóra á mánuði í dag, spurt hvort þeir nytu hlunninda, svo sem bifreiðarhlunninda eða annars, hvort bæjarstjórinn fengi laun fyrir setu í nefndum eða ráðum á vegum sveitarfélagsins og ef svo væri um hvað væri að ræða og hversu háar greiðslur hann fengi fyrir setuna. Þá var spurt út í heildarárslaun og hlunnindi bæjarstjóra árin 2016 og 2015.

DV greindi nýverið ítarlega frá sundurliðuðum launakjörum Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, eftir að hafa óskað eftir þeim upplýsingum frá Reykjavíkurborg, sem leiddi í ljós að borgarstjórinn er með ríflega tvær milljónir króna á mánuði þegar seta í stjórnum og nefndum er tekin með.

Ármann Kr. launahæstur

Tveir bæjarstjórar eru launahærri en borgarstjóri Reykjavíkur og raunar launahærri en forsætisráðherra Íslands. Sá launahæsti er Ármann Kr. Ólafsson sem fær alls rúmlega 2,2 milljónir króna á mánuði í Kópavogi; full laun sem bæjarstjóri upp á rúmlega 1.900 þúsund krónur með bifreiðastyrk og rúmar 317 þúsund krónur sem bæjarfulltrúi. Hafa ber í huga að Kópavogur er næststærsta bæjarfélag landsins með ríflega 34 þúsund íbúa.

Sjáðu bæjarstjórana og launin þeirra í DV í dag.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.