fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Jákvæð upplifun í Costco

Egill Helgason
Föstudaginn 26. maí 2017 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var dálítið merkileg reynsla að koma í Costco áðan. Nú hef ég lesið um þetta fyrirtæki og skilst að það sé frekar vel þokkað í Bandaríkjunum, borgar skikkanleg laun, veitir starfsmönnum sínum tryggingar og réttindi – er semsagt nokkur andstæða við hið andstyggilega WalMart.

Það var fjöldi manns við búðina, en ekki vandamál að fá stæði eða innkaupakerru. Við þurftum að bíða í röð eftir að fá skírteini, en hún gekk greiðlega fyrir sig. Það var dálítil hátíðarstemming og reyndar var áberandi hvað allir lögðu sig fram um að vera tillitssamir og kurteisir í mannfjöldanum. En almennt voru viðbrögði undrun yfir vöruúrvali sem maður hefur ekki séð á Íslandi áður.

Ég ætla ekki að blanda mér sérstaklega í umræðuna um verð, en manni sýnist að margt sé hægt að fá ódýrara í Costco en annars staðar, sérstaklega ef maður kaupir í miklu magni. Og búðin gengur náttúrlega dálítið út á magninnkaup. Vöruúrvalið er amerískt. Innflutt grænmeti virðist miklu ferskara en maður á að venjast í íslenskum búðum og það sama má segja um ávexti. Það er hægt að gera feykilega góð innkaup á allskyns pakkavöru, að því leyti minnir þetta á Hagkaup eins og var í upphafi. Í dag virkar það eins og Costco sé staðurinn þar sem Íslendingum finnst „skemmtilegast að versla“.

Maður sér því haldið fram að innkoma Costco á íslenskan markað snúist bara um markaðssetningu. En það er ekki rétt. Þessi verslun er öðruvísi en við Íslendingar eigum að vegnjast. Kona sem ég hitti í búðinni var himinlifandi og sagði að næst vonaði hún að hingað kæmi erlendur banki.

Eiginlega fær maður á tilfinninguna eftir að hafa verið í Costco að engin raunveruleg samkeppni hafi verið á íslenskum matvörumarkaði. Verslanakeðjurnar hafi verið ánægðar með að hafa fast og óbreytt ástand, þar sem hver búð hefur sinn stað og sinn verðflokk – og þar sem varla er keppt í úrvali eða gæðum.

Almennt myndi ég segja að það hafi verið jákvæð reynsla að fara í Costco. Ég á eftir að fara aftur, stærðin er slík að ég náði engan veginn að skima yfir allt vöruúrvalið. En þetta er ekki að öllu leyti lágverðsverslun, heldur ægir öllu saman. Ég sá til dæmis Omegaúr á eina og hálfa milljón. Og það sem er hér fyrir neðan myndi kallast lúxusvarningur. (Í framhaldi má benda á vinsælustu Facebook-síðu þessa vors sem nefnist Keypt í Costco – myndir og verð, nú er hún með meira en 37 þúsund fylgjendur.)

 

Heilt spænskt skinkulæri.

 

Kavíar.

Vænt stykki af enskum Stiltonosti.

 

Haloumi ostur frá Kýpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg