fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

Leynileg skjöl frá ESB: Öll aðildarríkin eiga að taka upp evru – Nýr valdakjarni er að myndast innan sambandsins

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. maí 2017 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB vill að öll aðildarríki sambandsins taki evruna upp sem gjaldmiðil fyrir 2025 en í dag er evran gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum. Hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar ganga út á að þing ESB eigi að hafa æðsta vald í gjaldmiðlismálum í stað fjármálaráðherra evruríkjanna sem funda öðru hvoru á lokuðum fundum um evruna og mál henni tengd. Það gerir sumum ríkjum þó erfitt fyrir að taka upp evru að þau uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru um efnahagsmál í stofnsáttmála sambandsins.

Þetta kemur fram í skjölum sem Frankfurter Allgemeine Zeitung hefur komist yfir. Ef þetta verður að veruleika þurfa til dæmis Danir og Svíar að taka upp evru og leggja krónurnar til hliðar. Hætt er við að slíkt muni mæta mikilli andstöðu í báðum ríkjunum. Málið var rætt á fundi nýlega en í lok maí verður fundað um framtíð evrunnar. Meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum voru að sögn Frankfurter Allgemeine Zeitung Pierre Moscovici, sem fer með fjármál í framkvæmdastjórninni, Valdis Dombrovskis, sem situr í framkvæmdastjórninni, og margir þingmenn á Evrópuþinginu.

Eitt af markmiðunum með að öll aðildarríkin noti evru er að hægt verði að gera fjárlög í evrum fyrir ESB og innheimta skatta fyrir sambandið. Skatttekjurnar á síðan að nota til sameiginlegra fjárfestinga í evruríkjunum.

Auk Breta, sem eru á leið út úr ESB, þá nota Svíar, Danir, Pólverjar, Tékkar, Búlgarar, Ungverjar og Rúmenar sína eigin gjaldmiðla en ekki evruna. Líklegt má telja að bæði Svíþjóð og Danmörk uppfylli þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta tekið upp evru en í báðum ríkjum höfnuðu kjósendur upptöku evru í þjóðaratkvæðagreiðslum í upphafi aldarinnar.

Jótlandspósturinn hefur eftir Marlene Wind, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að þessar kröfur framkvæmdastjórnarinnar snúist ekki um að þvinga aðildarríkin til að taka upp evru heldur frekar um að fá aðildarríkin til að sýna stöðu sína innan sambandins og skipa sér í flokk. Markmiðið sé að fá úr því skorið hvaða ríki séu með í samstarfinu af fullri alvöru og með skjalinu, sem lekið var til Frankfurter Allgemeine Zeitung, sé verið að undirbúa jarðveginn fyrir nánara og þrengra samstarf innan evrusvæðisins en það hefur verið eitt af helstu stefnumálum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, síðan í byrjun mánaðarins.

Wind sagðist telja að nú væri að myndast nýr sterkur kjarni innan ESB en það hafi lengi legið í loftinu. Evrusvæðið verði hið nýja ESB og síðan verið nokkur hliðarríki sem muni tengjast evrusvæðinu á ýmsa vegu.

Hún sagðist telja að með skjalinu og væntanlegri ákvörðun um það sem í því kemur fram sé opnað á þann möguleika fyrir þennan nýja kjarna í ESB að segja að þar sem ákveðin ríki uppfylli ekki kröfurnar fyrir að taka upp evru eða vilji það ekki þá verði bara að taka afleiðingunum af því og evruríkin haldi sínu striki áfram og hin verði utanveltu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna