fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Við erum öll ein fjölskylda

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drengir í Jemen fá aðhlynningu vegna kóleru. Myndin var tekin á mánudaginn. Mynd/EPA

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:

Hryllingurinn og angistin sem milljónir barna í Sýrlandi og Jemen búa við dag hvern í stigmagnandi stríðsátökunum er fjarri okkur hér í friðsæld og velmegun Vesturlandanna. Hagsæld og friður byrgja sýn á mannlegan harmleikinn, nema þegar honum bregður fyrir í fréttamiðlunum.

Margir vakna til vitundar um skelfilegt ástandið og sameiginlega ábyrgð okkar á aðstæðum fólksins sem lifir við skort og skelfingu stríðsins nú þegar Hrókurinn efnir til skákmaraþons til þess að safna fé fyrir börnin í Sýrlandi og Jemen.

Barn sem slasaðist í sprengingu nærri Aleppo í Sýrlandi 24. apríl. Mynd/EPA

„Við erum öll ein fjölskylda“ er kjörorð Hróksmanna og það segir allt sem segja þarf um það sameiginlega átak sem fyrir okkur liggur að ráðast í.

Í Sýrlandi þurfa nú sex milljónir barna á neyðaraðstoð að halda, sex árum eftir að átökin brutust út. Milljónir barna eru heimilislaus og á vergangi. Hjálparstarf Unicef í Sýrlandi er það umfangsmesta frá stofnun barnahjálparinnar fyrir sjötíu árum síðan og segir það sína sögu um skelfilegt ástandið.

Í stríði er ekkert öryggi að finna og lítið um skjól. Milljónir barna líða fyrir stríðið og börn eru hvorki örugg heima hjá sér, í skólum, á leiksvæðum, né á sjúkrahúsum. Samkvæmt upplýsingun frá Unicef voru að minnsta kosti 338 árásir gerðar á sjúkrahús í Sýrlandi og heilbrigðisstarfsfólk á síðasta ári og alls voru 255 börn drepin í og við skóla sína.

Ímyndum okkur það þegar helsta vandamálið hér er að finna bílastæði þegar við ökum börnunum til skóla.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra og fyrrverandi ráðherra.

Hörmungarnar í Jemen eiga sér vart hliðstæðu í sögunni og eru að magna upp mestu hungursneyð síðari tíma. Sjö milljónir manna vita ekki hvaðan næsta máltíð kemur og eru í bráðri þörf fyrir mataraðstoð. Þá eru yfir tvær milljónir barna vannærð og líða alvarlegan skort.

Fólk bregður á örþrifaráð til þess að komast af og helmingur þjóðarinnar dregur fram lífið á innan við tveimur dollurum á dag. Rétt liðlega 200 krónum íslenskum.

Innviðir falla saman. Fimmtán milljónir íbúa Jemen hafa ekki aðgang að heilsugæslu og meira en 16 þúsund skólar starfa ekki lengur vegna átakanna.

Tölfræðin er yfirþyrmandi og hægt að halda lengi áfram. Niðurstaðan er aðeins ein; það ríkir hrikalegt neyðarástand í þessum löndum. Börn deyja úr hungri og falla í átökum stríðandi fylkinga. Ábyrgð okkar er jafn rík og stæðu átökin á Norðurlöndunum, við Eystrasaltið eða í öðrum ríkjum Evrópu.

Stöndum saman og komum gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að bjarga mannslífum með neyðaraðstoð inn á átakasvæðin. Allt skiptir máli, og við erum jú öll ein fjölskylda þegar upp er staðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna