fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Sigurjón segir Pírata að vakna: „Allt um kring er fólk sem er í margfalt verri stöðu en þú og þín kona“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður segir að Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hljóti nú að taka þátt í baráttu fyrir bættum kjörum öryrkja í ljósi þess að hann býr í niðurgreiddri íbúð á stúdentagörðum þó hann sé með rúma 1,3 milljón króna í mánaðarlaun.

Sjá frétt: Þingmaður Pírata býr á stúdentagörðum

Sigurjón segir í pistli á vefsíðu sinni Miðjan undir yfirskriftinni Vaknaðu nú, Jón Þór Pírati að í gær hafi hann setið við hliðina á Guðmundi Inga Kristinssyni, baráttumanni fyrir bættum kjörum öryrkja í Silfrinu í gær. Þar nefndi Guðmundur fjölmörg atriði sem skekkja afkomu öryrkja og meðal annars skerðingar vegna launa maka.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Mynd/DV

Jón Þór sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að það sé hluti af öryggi eiginkonu hans að hafa stúdentaíbúð og það sé ekki hægt að spyrða það við maka hennar, segir Sigurjón í pistli á vefsíðu sinni að margir taki undir það sjónarmið:

Viss er ég um að mörg okkar taka undir að réttmætt sé að konan þín hafi réttindi, jafnvel þó hún sé gift hátekjumanninum þér,

segir Sigurjón. Sagði Jón Þór jafnframt að þetta sé réttur eiginkonu hans og í raun sé partur af stærri umræðu um hvort réttindi fólks eigi að skerðast eða tengjast vegna maka, það sé hans skoðun að fólk verði að geta verið sjálfstætt þó það eigi maka. Sigurjón segir þetta merg málsins:

Þarna er mergur málsins. Nú hlýtur þú Jón Þór að taka þátt í baráttu Guðmundar Inga og annarra og gera þitt til að laga það sem þau berjast fyrir.

Það er nefnilega hárrétt að fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka. Sameinumst öll um það. Líka öryrkjar og eldri borgarar.

Sigurjón segir að það megi alveg spyrja hvort það sé réttmætt að þingmaður með fín laun búi í niðurgreiddri íbúð í skjóli maka:

Trúlega er það svo Jón Þór, að allt um kring er fólk sem er í verri, og jafnvel margfalt verri stöðu, en þú og þín kona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum