fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Lögmaður hjólar í meirihlutann í borginni: „Heltekinn af 101 veikinni“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson lögmaður. Mynd/DV

Það er eitthvað mikið að í stjórnun borgarinnar. Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra.

Þetta segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fær meirihlutinn í Reykjavík vægast sagt á baukinn og finnur Sævar Þór aðgerðum og aðgerðaleysi hans flest til foráttu.

Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er kominn í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreytta hópa íbúa borgarinnar,

segir Sævar og bætir við að nýlegar lóðaúthlutanir hafi gengið út að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga til að þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel sem virðist vera í forgangi hjá meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Gagnrýnir Sævar harðlega skort á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi. Þá uppnefnir hann Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og einn talsmanna hins bíllausa lífstíls, og spyr hvort „Holu-Hjálmar“, sé með bílpróf:

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Mynd/DV

„Staðreyndin er sú að bíllinn er ekkert að fara, þó Holu-Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf?“

Sævar er verulega gagnrýninn á óþrifnaðinn í borginni, skorti á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga. Segir hann óþrifnaðinn vera algjöran:

Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa?

Sævar segir borgina á niðurleið hvert sem litið sé og íbúar þurfi að taka höndum saman.

Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangstéttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum