fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Jón Þór og fjölskylda flytja af Stúdentagörðunum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. apríl 2017 18:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Mynd/DV

Mikil umræða hefur verið í dag um það að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata búi ásamt eiginkonu sinni og börnum á Stúdentagörðunum. Nú hefur hann tilkynnt að hann og fjölskyldan hyggist flytja af Stúdentagörðunum og víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og þau. Þetta kemur fram á heimasíðu þingmannsins.

Það þykir almennt réttmætt að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og nú líða bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að ég yrði áfram í þingstarfinu. Við fjölskyldan flytjum því eins fljótt og verða má,

segir Jón Þór á heimasíðu sinni.

Sjá frétt: Andri Snær og Sara koma Jóni Þór til varnar: „Grjóthaldi þeir svo kjafti“

Þingmaðurinn varar þó við því að þetta verði fordæmisgefandi því ekki séu allir sem séu í sambúð í jafn öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Jón Þór segir mikilvægt að fólk geti verið sjálfstætt þó að það sé í sambúð.

Það er búið að afnema að tekjur maka (utan fjármagnstekna) skerði lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum. Það var gott réttindamál. En enn búa eldri borgara við tekjuskerðingar vegna sambúðar og öryrkjar í sambúð einnig. Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.

Þingmaðurinn lýkur pistli sínum með því að segja að löngu sé orðið tímabært að ríki, sveitafélög og lífeyrissjóðir vinni í sameiningu að því að hjálpa sjálfstæðum leigufélögum að byggja íbúðir með afslætti af opinberum gjöldum og „þolinmóðu fjármagni“. Þetta sé markaðurinn ekki að sjá um og krísuástand ríki. Jón Þór segist hafa fundað með nýkjörnum formanni VR, Ragnari Þór Ingólfssyni, til að knýja á um þessar breytingar og frétta sé að vænta af því síðar í mánuðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum