fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Tafarlaust átak í tvöföldun og breikkun vega

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 2. apríl 2017 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurljósin seld. Stórbrotin náttúran dregur milljónir ferðamanna til landsins. Norðurljós að vetrarkvöld í Skarði, Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:

Ferðaþjónustunni fylgja áður óþekkt tækifæri fyrir almenning um land allt til að byggja upp ábatasama þjónustu í greininni. Veitingasala, fjölbreytt gisting og afþreying spretta upp um allt land. Sérstaklega er þetta kærkomið tækifæri fyrir landsbyggðina sem hefur skort ný tækifæri til máttugrar nýsköpunar, til hliðar við hefbundinn landbúnað og þjónustu við hann.

Fjölgun ferðamanna fylgja vitaskuld ýmsar áskoranir. Aðgengi að ferðamannastöðum þarf að bæta og álag á innviði í löggæslu, heilbrigðisþjónustu og samgöngukerfi er mikið. Við því verða stjórnvöld að bregðast í samstarfi við sveitarfélögin og greinina sjálfa.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra og fyrrverandi ráðherra.

Mest mæðir á vegum landins og þar eru hætturnar oft háskalegar þegar þungi umferðar á mjóum vegum vex hratt. Brýnast af öllu er að ráðast í átak við að breikka vegi og brýr, tvöfalda eða þrígreina þyngstu kaflana þannig að skilið sé á milli akgreina og bráðasta hættan við ferðalög um vegina frá.

Slíkt átak er á ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar og þar þarf að hugsa hratt og stórt. Tíð banaslys og alvarleg eru hræðilegir harmleikir sem einungis er hægt að vinna verulega gegn með öruggara vegakerfi.

Vegatollar leysa ekki þennan vanda. Ökumenn, erlendir og innlendir, greiða háa skatta í gegnum kaup á eldsneyti, sem að stórum hluta eru nýttir í annað en samgönguframkvæmdir. Meginmálið er að nýta þá fjármuni til þess sem eyrnamerkt er; viðhalds og nýframkvæmda í samgöngumálum.

Sé vel á málum haldið næstu misserin verður ferðaþjónustan meiriháttar og kærkominn aflgjafi inn í íslenskt samfélag um ókomna tíð. Átak í samgöngumálum þolir hinsvegar enga bið og þarf að haldast í hendur við heppilega útfærslu komugjalda til landsins, til að standa straum af hluta framkvæmdanna.

Leiðari úr Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum