fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Brennivínsfrumvarpið árvisst eins og flensupest að vetri!

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 2. apríl 2017 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum. Það er sérkennileg forgangsröðun að enn á ný sé lagt fram frumvarp á Alþingi Íslendinga þess efnis að leyfa sölu áfengis í marvöruverslunum og að einkaréttur ríkisins á sölu áfengis verði afnuminn. Það er stórfurðulegt að enn og aftur dúkki frumvarsdrögin upp eins og flensupest að vetri.

Þetta er eins og stundum hefur verið nefnt dæmigerð smjörklípuaðferð. Málið er líkt og áður mjög umdeilt og hafa margir skoðanir á því og vekur þess vegna athygli og pirring hjá mörgum. Tilfallið til þess að dreifa athyglinni frá öðrum og mikilvægari málum.

Nú um stundir er forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sérfræðingur í þessari aðferð og svífst einskis í röksemdarfærslum og dregur athygli frá aðalatriðum. Fjöldi fagaðila á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda auk félagasamtaka hafa fært sterk og gagnrýnin fyrir því að samþykki frumvarpsins væri óheillaspor gagnvart lýðheilsu. Þar má nefnda Landlæknisembættið og Krabbameinsfélag Íslands. Sérfræðingar eins og Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir og kollegi hans Kári Stefánsson hafa einnig sterkar skoðanir sem full ástæða er til að taka mark á þegar þessi mál eru til umfjöllunar.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lagt áherslu á við aðildarþjóðir að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis.

Hinn almenni borgari hefur miklar skoðanir á málinu og það virðast mun fleiri vera mótfallnir þessu máli og tímaeyðslan sem fer í umræðuna bæði í þinginu og í nefndum Alþingis er ekki til þess fallin að auka virðingu Alþingis.

Eðlilega hefur umræðan einnig áhrif á starfsmenn ÁTVR sem eru um 450 talsins en „eru þeir langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og streitu.“

Það er sjaldnast talað um það að í matvöruverslunum t.d. út á landsbyggðinni vinnur gjarnan ungt skólafólk sem ekki hefur aldur til þess að afgreiða áfengi. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var eftirfarandi ályktun samþykkt af fimm af sjö sveitarstjórnarmönnum en tveir sátu hjá:

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur alþingismenn til þess að fella framkomið frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum. Samkvæmt könnun m.a. Maskínu er meirihluti þjóðarinnar andvígur sölu sterks víns, létt víns og bjórs í matvöruverslunum. Landlæknisembættið hefur lagt fram sterk rök í málinu SÁA og margir málsmetandi aðilar hafa látið sig varða þessi mál varða.

Það er tímabært nota tíma þingmanna okkar til þarfari verka en að velta sér enn og aftur uppúr þessu.

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra

Leiðari úr Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum