fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Eyjan

Spennan magnast: Sprengir Norður-Kórea kjarnorkusprengju um páskahelgina?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæný gerfihnattamynd sem á að sýna að Norður-Kórea sé nú búið að gera allt klárt fyrir nýja tilraunakjarnorkusprengingu. Hún gæti orðið um helgina og þá er fjandinn líklega laus.

Margt þykir nú benda til að Norður-Kóreumenn hyggi á að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni nú um páskahelgina. Fregnir berast nú af því að sérfræðingar telji sig geta ákveðin teikn af gerfihnattamyndum um að Pungye-ri tilraunasprengingasvæðið í Norður-Kóru sé nú klárt fyrir tilraunasprengingu eða tilraunaskot með eldflaugum sem geti borið kjarnaodda.

Mikið verður um dýrðir í Norður-Kóreu um komandi helgi þar sem 105 ár verða liðin á laugardag frá fæðingu Kim Il-Sung stofnanda ríkisins. Stjórnvöld í hátíðarskapi gætu freistast til að sprengja kjarnorkusprengju eða skjóta á loft öflugri eldflaug, bæði til að stappa stálinu í eigin þjóð en einnig til að sýna óvinum fram á að þeim verði mætt af fyllstu hörku reyni þeir að gera Norður-Kóreu skráveifu í formi hernaðaraðgerða. Ef um tilraunasprengingu yrði að ræða þá væri það hin sjötta sem Norður-Kóreumenn framkvæma. Það yrði í algeru trássi við vilja Bandaríkjanna sem telja að nú sé mælirinn fullur hvað varðar kjarnorkuvopnavígbúnað og hótanir af hálfu Norður-Kóreu.

Spenna virðist nú aukast hratt í Suðaustur-Asíu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stefnt öflugri flotadeild undir forystu flugmóðurskipsins Carl Vinson að Kóreuskaga. Með í för eru tveir bandarískir eldflaugatundurspillar og fjórir tundurspillar frá japanska sjóhernum. Þessi skip munu verða staðsett undan ströndum Norður-Kóreu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að Bandaríkin muni ekki líða neinar frekari ögranir af hálfu Norður-Kóreu. Jafnframt virðist hann horfa til þess að Kína blandi sér í málin og telji stjórnvöldum í Pyongyang hughvarf frá því að falla í freistni að sprengja kjarnorkusprengju eða senda risaeldflaugar á loft um helgina. Fyrr í dag birti Donald Trump þessa orðsendingu á Twitter:

 

Japanir búa sig undir eldflaugaárásir

Hið sama gildir um Japan. Þar í landi hafa stjórnvöld þungar áhyggjur af vígbúnaðarlegu framferði Norður-Kóreumanna. Shinzo Abe forsætisráðherra hefur greint japanska þinginu frá því að ekki sé einvörðungu um að ræða hugsanlega kjarnorkuógn heldur hafi Norður-Kórea einnig getu til að skjóta eldflaugum með baneitruðu sarín-gasi á Japan. Þetta er ástæða þess að Japanir senda nú tundurspilla sína með bandarískum herskipum að ströndum Norður-Kóreu.

Undanfarið hafa farið fram æfingar í Japan þar sem fólk er þjálfað til að bregðast við yfirvofandi eldflaugaárásum og leita skjóls. Hafa skólabörn meðal annars tekið þátt í slíkum æfingum. Slíkt hefur ekki gerst í hinu friðsæla Japan síðan seinni heimsstyrjöld lauk fyrir rúmum 70 árum.

Á sama tíma virðist engan bilbug að finna á stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

Sterkur her okkar fylgist með eftirvæntingu með öllum hreyfingum óvinanna og kjarnorkuvopnum okkar er beint gegn innrásarstöðvum Bandaríkjanna – ekki aðeins í Suður Kóreu og á hafsvæðunum í kring, heldur líka á meginlandi Ameríku,

skrifar Norður-Kóreu dagblaðið Rodong Sinmun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar