fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Fermingarmyndir og ferðalög

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tvennt sem maður tekur eftir á Facebook þessa dagana. Allt fólkið sem er að pósta gömlum fermingarmyndum af sér og spyr dálítið mæðulega – hvert fór tíminn? Líður þetta svona hratt?

Það er viðurkennt að samskiptamiðlanotkun gerir fólk þunglynt. Kannski er þarna enn einn þunglyndisvaldurinn – það hvernig við sjáum tímann líða á Facebook? Það er líkt og hann brenni upp. Og Facebook er náttúrlega í sjálfu sér einhver innilegasta tímasóun sem hefur verið fundin upp.

Sjálfur er ég ekki fermdur og er því alveg laus undan fermingamyndaokinu. Við vorum tveir í mínum árgangi í Hagaskóla sem ekki fermdumst, ég og sonur sósíalistaþingmanns úr Alþýðubandalaginu. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa fermst ekki.

Svo eru það allir vinir mínir á Facebook sem eru að ferðast núna um páskana. Þeir pósta myndum af sér frá Los Angeles, Bali og Rússlandi. Svo líka Spáni og London. Bílastæðin við Leifsstöð eru yfirfull. Ætli íslenska þjóðin hafi nokkurn tíma ferðast jafn mikið? Ekki einu sinni 2007? Góðæri?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“