fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Uppsveifla í efnahagslífi heimsins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. mars 2017 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnahagur heimsins er í uppsveiflu. Þetta má lesa í leiðara nýjasta heftis The Economist. Leiðarar þessa tímarits eru fjarska áhrifamiklir, enda lesnir út um allan heim. Blaðið segir að stundum hafi virkað eins og hagkerfið væri á leiðinni upp á við eftir kreppuna 2008, en það hafi sumpart verið falsvonir, en nú lítur út fyrir að efnahagsbatinn sé rauverulegur og það sem meira er, hans verður vart út um allan heim.

Nú sé í fyrsta sinn í langan tíma uppsveifla sem verður vart í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Bandaríska hagkerfið hafi bætt við sig störfum í 77 mánuði í röð, efnahagsástandið í Evrópu sé nú betra en nokkurn tíma síðan 2009 og meiri bjartsýni þar, ótti um yfirvofandi hrun í Kína hafi minnkað. Meira að segja lönd eins og Rússland og Brasilía séu ekki undanþegin, en bæði þessi lönd hafa átt í miklum erfiðleikum.

Hins vegar sé hið pólitíska andrúmsloft súrt. Þjóðremd viðhorf og lýðskrum sæki á, en hnattvæðingin eigi í vök að verjast. Uppsveiflan núna sé á engan hátt þjóðernispopúlistum að þakka, en þeir – og þá sérstaklega Donald Trump – gætu hins vegar reynt að eigna sér hana. Hugmyndir Trumps um skattalækkanir gætu líka reynst skaðlegar – og eins ef hann ætlar að leggja út í viðskiptastríð við Kína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV