fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Pressan er hjarðdýr – var ástæða til að gera svo mikið úr Wilders?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. mars 2017 23:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaflutningur af kosningunum í Hollandi er mjög umhugsunarverður. Sums staðar á netinu sér maður fyrirsagnir eins og þessa: Geert Wilders verður ekki forsætisráðherra.

Allir sem hafa aðeins kynnt sér málin vita að það var aldrei möguleiki. En pressan er hjarðdýr, hún steypti sér yfir hollensku kosningarnar eins og þar væri ógurlegra tíðinda að vænta. Svo reyndist ekki vera, stærstu tíðindin í kosningunum er tap sósíaldemókrata sem hafa verið í stjórn með hægri mönnum.

En það er ekki Wilders sem sigrar, heldur flokkur græningja. Pressan fær ekki fréttina sem hún var búin að undirbyggja í nokkurn tíma. Fréttamannaherinn sem fór til Hollands verður á bak og burt á morgun.

Ég myndi aldrei líkja Pírötum við Wilders, en þetta minnir pínulítið á kosningarnar á Íslandi í haust. Mikill fjöldi fjölmiðlamanna kom hingað til að fylgjast með sigri Pírata. Hann lét hins vegar standa á sér, kosningarnar voru í raun afar tíðindalitlar. Sumir fréttamennirnir gátu ekki leynt vonbrigðum sínum með úrslitin og tíðindaleysið á kosninganótt.

Auðvitað er það fagnaðarefni og frétt í sjálfu sér að Wilders verði ekki meira ágengt. En maður spyr sig – var virkilega ástæða til að veita honum alla þessa athygli miðað við 13 prósenta fylgið sem lítur út fyrir að hann fái. Samkvæmt því greiddu 87 prósent kjósenda honum ekki atkvæði.

Wilders vann ekki, en á sinn hátt minnir þetta á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þar sem Donald Trump fékk margfalt meiri umfjöllun en aðrir frambjóðendur og gat stöðugt fengið athyglina með twitter-færslum og upphrópunum. Sumir bandarískir fjölmiðlar hafa farið í naflaskoðun vegna þessa – en er líklegt að þeir læri eitthvað?

Ég bendi í þessu sambandi á fyrri grein um sama efni sem nefnist Hví að ýkja árangur þjóðernispopúlista?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV