fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Eyjan

AGS sammála gríska ríkinu um að eftirgjöf skulda sé nauðsynleg

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. febrúar 2017 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnan sem Þýskaland heftur rekið gagnvart Grikklandi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þar skrifar hann um ástandið í Grikklandi sem lengi hefur glímt við alvarlegan skuldavanda sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum undanfarin misseri. Það breytir þó engu um það að vandinn er enn til staðar og enn mjög alvarlegur. Alls nema skuldir ríkisins 180% af landsframleiðslu en mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er það að ef ekki verði afskrifaðar umtalsverðar upphæðir gæti prósentan farið upp í 300 á næstu árum og áratugum.

Fram undan er erfitt sumar fyrir gríska ríkið. Að sögn Harðar þarf Grikkland sjö milljarða evra í fjárhagsaðstoð í júlí næstkomandi til að geta borgað af skuldum sínum. Slíkir fjármunir eru þó ekki afhentir nema með ströngum skilyrðum og þurfa Grikkir að halda áfram að herða beltið og spara, auk þess sem áfram er gerð krafa um efnahagsumbætur, ,,í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs‘‘ segir Hörður.

Það kemur eflaust einhverjum á óvart en AGS er sammála stjórnvöldum í Aþenu um að afskrifa þurfi einhvern hluta skulda ríkisins ef sjóðurinn á að geta haldið áfram að lána Grikkjum. Þetta hefur ekki mælst vel fyrir meðal ráðamanna í Berlín sem hafa sett fótinn niður og hafna því alfarið að farið verði í afskriftir.

Skuldir Grikkja eru nánast einvörðungu við opinbera aðila, einkum sex stærstu Evruríkin með Þýskaland í broddi fylkingar. Afar litlar líkur eru á því að sögn Harðar að stjórnmálamenn í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi bjóði kjósendum sínum upp á það að Grikkir fá eina evru afskrifaða, það er ,,pólitískur ómöguleiki‘‘. Þetta þýðir aðeins eitt, Grikkir eru ekki að fara að losna úr skuldasúpunni í bráð.

Hörður segir að sú stefna sem yfirvöld í Þýskalandi hafi rekið gagnvart Grikklandi sé ,,pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot.‘‘ Þjóðverjar græði ekkert á því að þurfa að afskrifa skuldir gagnvart Evrópska seðlabankanum ef Grikkir gangi út úr evrusamstarfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“