fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Proust bara hress

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur fræðimaður, Jean Pierre Sirois-Trahan, hefur grafið upp í Frakklandi, það sem er líklega eina kvikmyndin af Marcel Proust, einum mesta rithöfundi allra tíma. Kvikmyndin er tekin í brúðkaupi 1904. Þarna gengur niður tröppur hersing af fínu fólki, afar prúðbúnu – úr þeirri stétt sem Proust skrifaði um hið mikla verk sitt Í leit að týndum tíma, À la recherche du temps perdu.

Svo kemur þarna niður tröppurnar ungur maður, í gráum frakka og með harðkúluhatt – eða melónuhatt eins og Frakkar kalla það – grannur og léttur í spori. Þetta telja menn nú að sé Marcel Proust. Þarna var hann 33 ára, bækur hans voru ekki farnar að koma út, þær urðu alls sjö bindi með ógurlega nákvæmum lýsingum, í frumútgáfunni voru blaðsíðurnar 4215.  Það er næstum heilt lífsstarf að lesa þetta og komast til botns í því.

Og þarna var Proust ekki lagstur í rúmið. Síðustu árin lá hann mestanpart í bælinu, skrifaði bækur sínar þar, hrjáður af margvíslegu heilsuleysi sem sumir töldu að væri ímyndunarveiki. Þetta ástand dró hann þó til dauða 1922 þegar hann var aðeins 51 árs. Þá voru þrjár bækur úr Í leit að týndum tíma enn ekki komnar út og frægð hans sem rithöfundar ekki næstum eins mikil og síðar varð.

En það verður að segjast eins og er, á þessum myndum er Proust bara býsna frísklegur þrátt fyrir heilsuleysið sem beið hans. Hann birtist þegar 36 sekúndur eru liðnar en síðan er hægt að skoða myndskeiðið hægt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?