fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Besti sími í heimi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 22:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokia 3310 eru bestu farsímar sem  hafa verið framleiddir, enginn óþarfi, ekkert prjál, bara níðsterkir með óhemju endingarmikla rafhlöðu. Maður man ennþá hvað var góð tilfinning að hafa þessi tæki í vasanum. Þeir voru þægilegir, praktískir, hönnunin einföld og góð.

Maður var heldur ekki að eyða tímanum í neina vitleysu, ekkert að vafra á Facebook eða öðrum samskiptamiðlum, maður bara hringdi og ef ekki, þá kom SMS í góðar þarfir. Það sem hefur verið kallað upplýsingastreita var minna vandamál, endalaus flaumur af óþörfum, tuflandi og oft niðurdrepandi upplýsingum.

Nú hefur verið tilkynnt að Nokia ætli aftur að fara að framleiða þessa síma. Það er víst talsverð spurn eftir þeim. Kannski maður ætti að skella sér á einn –  og einfalda þannig lífið? Það er fjarska lítið úrval á markaðnum af símum sem eru ekki snjall-.

 

Hvort þetta boðar svo sterka endurkomu Nokia á símamarkaðinn – það er óvíst. Þetta fyrrum finnska pappírs- og gúmmístígvélafyrirtæki var risinn á farsímamarkaðnum á árunum í kringum 2000. Svo veðjaði það á rangan hest, varð undir í snjallsímavæðingunni, og var símahluti fyrirtækisins keyptur af Microsoft.

En til marks um hvað veldið var mikið á sínum tíma má nefna að eitt sinn var mér boðið í heimsókn til Finnlands, ég var í hópi sem fór dagpart í aðalstöðvar Nokia. Þar tók á móti okkur háttsettur maður á samskiptasviði félagsins, semsagt blaðafulltrúinn. Það var þá Esko Aho, sem nokkru áður hafði verð forsætisráðherra landsins. Fyrir hann var það skref uppávið á þessum tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Besti sími í heimi

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið