fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Samgönguráðherra hættir við vegtolla: „Ekki stafkrókur um veggjöld í stjórnarsáttmálanum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.

Engar áætlanir eru uppi um vegtolla á helstu leiðum til og frá Reykjavík. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við RÚV í dag. Ríkisstjórnin fundaði í morgun um fjárlagafrumvarpið. Sigurður Ingi lagði áherslu á uppbyggingu innviða, samgöngumál, menntamál, og heilbrigðismál en hans áherslur í samgöngumálum eru öryggisþættir, til dæmis er varða einbreiðar brýr, en ekkert verði um vegtolla, sem forveri hans í starfi hafði hugmyndir uppi um.

 

„Það er ekki stafkrókur um veggjöld í stjórnarsáttmálanum,“

sagði Sigurður Ingi um vegtollaáætlanir fyrri ríkisstjórnar.

„Þær voru lagðar til hliðar sem og ýmsar aðrar álögur sem stóð til að leggja á bíla, þó svo við séum að taka upp græna skatta eins og kolefnisskatta.“

Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman um miðjan mánuð þar sem fjárlagafrumvarpið verður lagt fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk