fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarráðið og Reykjavík með bestu vefsíðurnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 4. desember 2017 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var gerð úttekt á opinberum vefjum á Íslandi af samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Sambandi Íslenskra sveitafélaga. Er þetta í sjötta skiptið sem slík úttekt er framkvæmd, eða annað hvert ár frá árinu 2005. Alls voru 239 vefir metnir, 16 færri en 2015 og var svarhlutfall 80% en 48 aðilar sendu ekki inn svör af þeim sem fengu spurningalista.

 

 

Besti ríkisvefurinn var valinn Stjórnarráð Íslands  eða stjornarradid.is

Um vefinn sagði dómnefnd þetta:
„Mjög gott aðgengi er að upplýsingum á vefnum og flokkar skýrir. Auðvelt er að ná í upplýsingar frá miklu gagnamagni. Auðvelt að ná yfirsýn fyrir fjölþætta starfsemi stjórnarráðsins. Stílhrein hönnun vefsins er lýsandi fyrir hlutverk stjórnarráðsins og skipulag stjórnsýslunnar kemur vel fram. Litanotkun er einföld og í samræmi við hlutverk hans. Myndir gefa vefnum mannlegan blæ. Í heildina litið virkar vefurinn traustur og þjáll á notandann.“

 

Besti vefur sveitarfélags var Reykjavík  eða  reykjavik.is

Um vefinn sagði dómnefnd:
„Mjög auðvelt aðgengi er að upplýsingum, sérstaklega þegar miðað er við að mikið magn upplýsinga er á vefnum. Auðvelt er að finna fyrirfram ákveðið efni. Öflugur fréttaflutningur úr borginni er á vefnum. Forsíða er vel skipulögð og valmyndir skýrar. Notað er orðalag notenda í fyrirsögnum, sem talar við notendur. Hönnun vefsins er skýr og litanotkun er góð. Gott er að styðja notendur með litum flokka. Samspil ljósmynda og táknmynda er vel útfært á vefnum. Í heildina litið er góð upplifun af notkun vefsins.“
Dómnefnd skipaði Marta Kristín Lárusdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík; Tinni Sveinsson, þróunarstjóri 365 og Margrét Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins.

Tilgangur og markmið úttektarinnar var að: „greina stöðu opinberra vefja á landinu. Úttektinni er ætlað að veita heildstæða yfirsýn yfir það hvernig opinberir vefir uppfylla kröfur um innihald, nytsemi, aðgengi og rafræna þjónustu og gera opinberum aðilum grein fyrir stöðu sinni í samanburði við aðra. Markmið úttektarinnar er að meta hvernig vefir hins opinbera standa og styðja við þróun rafrænnar þjónustu í
samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar þar að lútandi.“

 

Meira má lesa um niðurstöður og framkvæmd úttektarinnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“