fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Björn Bjarna líkir Jóhönnu Sigurðardóttur við Donald Trump

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 4. desember 2017 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason fer mikinn á heimsíðu sinni í dag um pistil Egils Helgasonar hér á Eyjunni frá því í gær, er fjallar um Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Þá líkir hann orðbragði Jóhönnu Sigurðardóttur við sjálfan Donald Trump, forseta Bandaríkjana:

„Dýrðaróðurinn um Jóhönnu Sigurðardóttur er í hróplegri andstöðu við orð hennar um samherja sína. Árni Páll Árnason, eftirmaður hennar á formannsstóli, eyðilagði stjórnarskrármálið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti alþingis, var handbendi stjórnarandstöðunnar. Meira að segja Steingrímur J. Sigfússon er skammaður fyrir að hafa falið Svavari Gestssyni að semja um Icesave sem Jóhanna var auðvitað á móti. Sjálfstæðismenn voru einfaldlega „andstyggilegir“ Sé litið til einhvers stjórnmálamanns líðandi stundar til samjöfnuðar við orðbragðið sem Jóhanna notar um þá sem hún telur að hafi gert eitthvað á sinn hlut kemur Donald Trump fyrst í hugann. Sú stund kann að renna upp að álitsgjafar í Bandaríkjunum telji það repúblíkönum helst til bjargar að Trump hafi verið forseti.“

 
Þá dregur Björn þá ályktun frá pistli Egils Helgasonar, að til hafi staðið hjá Degi að bjóða sig ekki undir merkjum Samfylkingarinnar.

„Af þessum orðum má ráða að á einhverju stigi máls hafi Dagur B. íhugað að bjóða sig ekki fram undir merkjum Samfylkingarinnar. Hann komst í borgarstjórn undir handarjaðri Ingibjargar Sólrúnar en gekk í Samfylkinguna með henni og var um tíma varaformaður flokksins. Nú ræður að sögn Egils minningin um Jóhönnu Sigurðardóttur því að Samfylkingin gengur í endurnýjun lífdaganna og að Dagur B. vill að nýju kannast við flokkinn.“

 

Pistil Björns má lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk