fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Helgi hannar hugbúnað fyrir þingmenn: „Skipulag í algerlega óskipulögðu umhverfi“

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 30. desember 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Helgi Hrafn Gunnarsson er varaformaður þingflokks Pírata á Alþingi. Hann tók sér frí frá þingsstörfum fyrir rúmlega ári síðan, en bauð sig aftur fram fyrir síðustu kosningar. Meðfram þingstörfunum hóf hann þróun á hugbúnaði sem hann hélt áfram að þróa í „fríinu“. Í dag notar hann og þingflokkur Pírata hugbúnaðinn í vinnu sinni á Alþingi, sem Helgi kallar „Musteri Glundroðans“, eða MuGl. Mögulega munu allir þingmenn nota hugbúnaðinn fyrr eða síðar, enda virðist hann létta þeim störfin til muna, ef marka má lýsingar Helga.

 

 

„Þetta er vefforrit sem tekur saman þingmál, frumvörp og þingsályktunartillögur, umsagnir og slíkt og heldur þeim til haga. Síðan getur notandinn búið til allskyns greiningar á skjölunum. Til dæmis segjum ef Samtök atvinnulífsins senda frá sér ályktun um eitthvað mál, þá merkir notandinn umsögnina, tilgreinir hvort og hversu vel þú hafir skoðað hana, hvort það séu einhverjar breytingatillögur og þá hversu miklar, hvort hún styðji málið lítið, mikið eða sé á móti eða mjög mikið á móti og slíkt. Síðan geta þingmenn deilt þessari greiningu á milli sín og þegar ég er til dæmis búinn með helminginn af umsögnunum og annar þingmaður þarf að skoða málið einnig, getur hann fengið þær umsagnir sem eru eftir, í stað þess að fara í gegnum allar umsagnirnar sem ég var búinn með. Þannig sparar þetta tíma og tvíverknað og kemur skipulagi á í algerlega óskipulögðu umhverfi.“

 

 

Helgi Hrafn tekur fram í hagsmunaskráningu sinni á vef Alþingis að hugbúnaðurinn sé ekki tekjumyndandi meðan á þingsetu stendur, en gæti myndað tekjur af þingstörfum loknum.

 

 

„Áður en ég fór á þing var ég að reyna að selja aðgang að þessu, en það gekk hægt, það komu kosningar og svona. Ég veit ekki um neinn hagsmunaárekstur þó ég sé sjálfur þingmaður þar sem ég ákvað að hætta ekki á neitt og rukka því ekki fyrir þetta. Ég þarf ekki að fjármagna þetta lengur þar sem ég er á fínum launum. Í raun má segja að ég sé að nota þingmenn sem tilraunadýr, en vonandi koma tekjur af þessu þegar ég hætti á þingi.“

 

Helgi segist vilja kynna hugbúnaðinn fyrir þingmönnum annarra flokka:

 

„Þingflokkur Pírata notar þetta og ég hef kynnt þetta fyrir nokkrum þingmönnum annarra flokka sem ég þóttist vita að tækju vel í þetta. En ég veit ekki til þess að aðrir en Píratar noti hugbúnaðinn, ég fylgist ekkert með því. Með tímanum vona ég að fá sem flesta þingmenn til að nota þetta, en ég flýti mér hægt þar, vegna þess að þróun hugbúnaðarins tekur mið af þörfum þingmanna og vinnubrögð þeirra eru frekar misjöfn. Það mega allir þingmenn fá aðgang sem vilja, en ég reyni samt að einbeita mér að því að kynna þetta fyrir tilteknum þingmönnum bæði í þeirri von að það auðveldi þeim að nota hugbúnaðinn þannig að gagn sé af því, en sömuleiðis til að hjálpa mér við að skilja hvað ég gæti bætt við hugbúnaðinn til að koma til móts við misjafnar þarfir. En ég myndi alveg gefa hvaða þingmanni sem er aðgang, sem vill prófa þetta,“

 

 

segir Helgi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins