fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Ánægjuleg tíðindi af dómurum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 3. desember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn föstudaginn 24. nóvember s.l. Þar urðu þau tíðindi að félagið samþykkti siðareglur fyrir dómara.

Í hinum nýju siðareglum, sem birtar eru á heimasíðu Hæstaréttar, er að finna margþættar reglur sem eru til þess fallnar að styrkja dómara í starfi, kannski einkum í þá átt að hver og einn þeirra beiti þeim viðmiðunum sem nauðsynlegar eru þegar þeir rækja starfa sinn. Kveðið er á um þætti eins og sjálfstæði, óhlutdrægni, heilindi, velsæmi, jafnrétti fyrir lögum og fleira gott.

Þó að þetta séu allt atriði sem ættu að vera dómurum „í blóð borin“ er enginn vafi á að setning þessara siðareglna er til þess fallin að styrkja þessi grunnviðhorf í sýslan þeirra. Þess vegna ber að fagna því að félag dómara skuli setja svona reglur.

Á undanförnum misserum og árum hefur dunið á dómstólunum, og þeim sem þar vinna, hvöss gagnrýni, sem hefur byggst á því að þeim grunnviðhorfum, sem siðareglurnar kveða á um, hafi ekki verið fylgt í störfum þeirra. Má sjálfsagt segja að sá sem hér heldur á penna hafi verið sá gagnrýnandinn sem mest hefur farið fyrir. Nú síðast gaf hann út bókina „Með lognið í fangið“, þar sem finna má margþætta gagnrýni af þessu tagi, sem einkum beinist að æðsta dómstólnum, Hæstarétti. Ég sé ekki betur en að í 8. gr. siðareglanna sé mönnum í minni stöðu (dómari sem látið hefur af störfum) send sérstök orðsending um að haga gagnrýni á dómskerfið á þann hátt sem ég hef gert með því að gæta þess að gagnrýni sé yfirveguð, rökstudd og málefnaleg.

Það er því sérstakt ánægjuefni að sjá nú félag dómara bregðast við þessu á þann hátt sem hér um ræðir. Í siðareglunum felst auðvitað engin bót fyrir þá sem hafa mátt þola rangláta dóma í fortíðinni. Hins vegar vona ég að í setningu þeirra felist eins konar heitstrenging um bætt vinnubrögð í framtíðinni.

Þó að fagna beri setningu siðareglanna skulum við samt vera minnug þess að það eru verkin sem tala en ekki fallegir stafir á blaði. Ég vil trúa því að framvegis munum við ekki sjá menn dæmda fyrir annað en þeir eru ákærðir fyrir. Einnig að sakborningar verði ekki dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik, án þess að sannaður sé á þá auðgunartilgangur eða fyrir markaðsmisnotkun án þess að sýnt sé að tilgangur viðskipta hafi verið að halda ranglega uppi verði hlutabréfa á markaði. Og ég vil líka trúa því að framvegis verði réttur sakborninga í refsimálum, sem koma til meðferðar dómaranna, betur tryggður en verið hefur; þeir fái nægan tíma til að verja sig, fái óheftan aðgang að rannsóknargögnum máls og að mál þeirra verði ekki dæmd af dómurum sem teljist vanhæfir vegna tengsla við sakarefnið. Að öllum þessum atriðum er vikið í bók minni og rökstutt af nákvæmni hvar pottur hafi verið brotinn.

Verði niðurstaðan af setningu siðareglanna sú sem efnin standa til getum við óskað okkur sjálfum og þjóðinni til hamingju með siðbótina sem hér hefur orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“