fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

„Ríkisstjórnin leiðir verðlagshækkanir og svíkur samkomulag um lækkun tryggingagjalds“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 22. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Miðflokkurinn gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp harðlega í tilkynningu í dag. Þar segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkanir á krónutöluliðum sem ýti undir verðbólgu og gangi þvert á stjórnarsáttmálann séu „sérstaklega ámælisverðar.“ Þær geri það að verkum að ríkið sé „leiðandi“ í verðlagshækkunum, að því er segir í tilkynningunni.

 

 

 

Þá eru áform ríkisstjórnarinnar um að halda tryggingagjaldi óbreyttu, þvert á samkomulag fjármála- og efnahagsráðherra við Samtök atvinnulífsins gagnrýnd, sem og að ráðist skuli vera í hækkun fjármagnstekjuskatts án þess að lögð sé til breyting á uppgjörsaðferð, sem þó er nefnd í stjórnarsáttmálanum.

 

Í nefndaráliti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um frumvarpið segir meðal annars:

„Margþættar hækkanir sem ríkisstjórnin boðar á krónutöluliðum eru til þess fallnar að ýta undir verðbólgu og falla illa að áformum stjórnvalda um að vera ekki leiðandi í verðlagshækkunum, áformum um afnám verðtryggingar og niðurstöðum skýrslu nefndar um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum sem forsætisráðherra skipaði í júlí 2014. 1 Krónutöluhækkanir á borð við þær sem ríkisstjórnin boðar hafa augljós víxlverkandi áhrif til almennra verðhækkana í landinu og hafa í för með sér hækkanir verðtryggðra lána heimilanna.“

 

Þar segir einnig:

„Þriðja minni hluta þykir sæta furðu að á tímum fordæmalausrar uppsveiflu í efnahagsmálum gangi ríkisstjórnin fram með eintómum skatta- og gjaldahækkunum og auknum álögum án þess að á móti komi engin einasta lækkun. Mestri furðu sætir þar að tryggingagjald haldist óbreytt, líkt og minnst var á í inngangi, þrátt fyrir augljóst svigrúm til lækkunar þess, vegna þverrandi atvinnuleysis og góðrar stöðu ríkissjóðs, og stríðir gegn samkomulagi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í janúar 2016 um lækkun þess til fyrra horfs í áföngum. Á grundvelli þessa samkomulags undirrituðu Samtök atvinnulífsins kjarasamning við ASÍ sumarið 2016. Þvert gegn loforðinu helst tryggingagjald ekki aðeins óbreytt heldur aukast álögur á fyrirtæki enn frekar vegna samspils tryggingagjalds og aukins framlags vinnuveitenda í lífeyrissjóði sem mælt er fyrir um í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018. Eðli málsins samkvæmt bitna svikin loforð og auknar álögur verst á litlum og meðalstórum fyrirtækjum.“

 

Þá segir Sigmundur að lokum :

 

„Auk alls þessa þykir 3. minni hluta rétt að gagnrýna það ógagnsæi í ríkisfjármálum sem felst í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar og fjárlagafrumvarpi. Verulega skortir á fyrirsjáanleika um framhaldið og nægir þar að nefna hækkun fjármagnstekjuskatts án þess að samtímis sé ráðist í breytingu á uppgjörsaðferð líkt og þó er minnst á í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem og óvissu um enn frekari hækkun og fjölgun svokallaðra grænna skatta. Að öllu ofangreindu virtu lýsir 3. minni hluti yfir andstöðu við frumvarpið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins