fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Formaður Öryrkjabandalagsins um fjárlagafrumvarpið: „Þetta eru umtalsverð vonbrigði“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, færir Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, jólagjöf Öryrkjabandalags Íslands til þingmanna.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands var ekki hress með kjarabætur til örorkulífeyris þega í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Hún afhenti þá þingflokksformönnum jólagjöf, nýtt borðspil sem nefnist Skerðing – ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna.”

 

Hópur frá Öryrkjabandalaginu kom á Austurvöll við þingsetninguna í dag og spilaði spilið, sem ómögulegt er að vinna. Reglur spilsins eiga stoð í veruleika fjölmargra. Tekjur eru naumt skammtaðar frá upphafi og skerðingar falla til hægri og vinstri. Óvissan er alger og drjúgur hluti vinnulauna og annarra tekna hverfur vegna skerðinga. En það er hægt að breyta reglunum og bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Á það voru þingmenn minntir.

 

„Þetta eru umtalsverð vonbrigði. Ég segi bara alveg eins og er. Við höfum lagt ríka áherslu á að skerðingar, krónu á móti krónu, verði afnumdar, tekju- og eignamörk hækkuð og að NPA verði lögfest og fleiri mál. Það er ekki að sjá að þessi mikilvægu mál hafi náð eyrum ríkisstjórnarinnar ef marka má frumvarpið til fjárlaga sem var kynnt í dag. Við eigum eftir að fara betur yfir frumvarpið og gera þingmönnum og öðrum grein fyrir því sem betur má fara. Við ætlum alls ekki að leggja árar í bát. Engan veginn. Við hvetjum Alþingismenn til þess að breyta málum til betri vegar. Það er í þeirra höndum að gera það og á það lögðum við ríka áherslu þegar við afhentum þingflokksformönnum og ráðherrum jólagjöf Öryrkjabandalagsins í dag.”

 

sagði Þuríður, formaður ÖBÍ.

 

Öryrkjar og aldraðir komu saman og spiluðu „Skerðingarspilið“ við setningu Alþingis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur