fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Ósk þjóðarinnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2017 06:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Nýleg skoðanakönnun opinberaði það sem flestir vissu reyndar fyrir, að Katrín Jakobsdóttir nýtur yfirburðastöðu þegar spurt er hvaða einstakling fólk vill helst sjá í stóli forsætisráðherra. Þjóðinni hefur því orðið að ósk sinni, nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum undir forystu hennar. Hennar eigin flokksmenn ættu að gleðjast hvað mest, en einhver misbrestur er þó á því. Hinn nýi forsætisráðherra mun því þurfa að búa við nokkurt heimilisböl en bítur eflaust á jaxlinn og huggar sig við að hafa meginþorra flokksmanna og landsmanna á sínu bandi. Merkilegt er þó að sjá enn eina ferðina hvernig vinstri menn skapa óeiningu innan eigin flokks þegar mikilvægt er að þeir standi saman. Hvernig í ósköpunum geta einstaklingar innan Vinstri grænna harmað að flokkurinn sé kominn í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum með forsætisráðherra sem nýtur vinsælda og virðingar meðal þjóðarinnar? Það er vissulega skiljanlegt að innan Vinstri grænna séu menn svekktir vegna þess að ekki tókst að mynda vinstri stjórn en slíkt var einfaldlega ekki möguleiki og auk þess var engin sérstök eftirspurn eftir því hjá þjóðinni. Menn verða að sætta sig við það en ekki viðra gremju sína opinberlega og efna til úlfúðar innan eigin flokks. Hver græðir á slíku upphlaupi? Sannarlega ekki Vinstri græn.

Það er sjálfsögð sanngirni að gefa þessari ríkisstjórn tækifæri til að sanna sig. Órólega deildin innan Vinstri grænna ætti að slaka á en ekki veifa rauða spjaldinu í tilfinningaupphlaupi.

Ríkisstjórnarsamstarf byggist á málamiðlunum og þar verða allir að gefa eftir. Það á við þetta ríkisstjórnarsamstarf sem önnur. Það er þó ekki eins og Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geti ekki sameinast í heilindum um einstök mál. Óneitanlega hefðu frjálslyndir Evrópumenn viljað að eindrægnin væri ekki jafn mikil og hún er þegar kemur að Evrópusambandinu. Versta setning stjórnarsáttmálans hlýtur að vera þessi: „Hagsmunum Íslands er best borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.“ Auðvitað er ekki svo, en í því máli er engin von til að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sjái ljósið. Þar er hún hið argasta afturhald.

Ríkisstjórnin virðist ætla að vera framfarasinnaðri í öðrum málum. Hún hefur þegar gert nokkra lukku með því að heita því að afnema bókaskattinn, en sú gjörð mun efla bókaútgáfu í landinu. Ríkisstjórnin boðar stórsókn í menntamálum og heitir því að stórefla heilbrigðiskerfið. Fylgst verður með því að hún standi þar við stóru orðin. Hún er síðan líkleg til að viðhalda nauðsynlegum stöðugleika.

Það virðist komið undir Vinstri grænum hversu langlíf þessi ríkisstjórn verður. Þar á bæ ættu menn að hafa í huga örlög Bjartrar framtíðar sem tortímdi sjálfri sér þegar hún sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnarsamstarfi.
Dugnaðarforkurinn Jóhanna Sigurðardóttir talaði á sínum tíma um villikettina í Vinstri grænum sem erfitt var að eiga við. Þeir eru enn á stjái en hversu margir og fyrirferðarmiklir á eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“