fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

STÓRA STÖKKIÐ – Sighvatur Björgvinsson

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 4. desember 2017 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson

Sighvatur Björgvinsson skrifar:

 

Árið 1944 gerðust þau merkilegu tíðindi, að Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði
ríkisstjórn með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki. Sósíalistaflokkurinn, sem tók við af Kommúnistaflokki
Íslands, hafði fram að því ekki af hálfu Sjálfstæðisflokksins talist vera hæfur til samstarfs enda lýsti
hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins því yfir, að hann styddi ekki ríkisstjórnina. Ólafi kom hins vegar
mjög vel saman við þáverandi foringja íslenskra kommúnista, Brynjólf Bjarnarson, og hafði oft síðar
orð á því. Samstarfið reyndist þó endasleppt og varð að engu árið 1946. Varnarhagsmunir Íslands,
sem kommúnistar snerust öndverðir við, sáu til þess. Allt frá þeirri stundu réði sú skoðun ríkjum í
Sjálfstæðisflokknum að Sósíalistaflokkurinn væri ekki samstarfshæfur.
Óbreytt afstaða
Sú skoðun breyttist ekki neitt framan af þó Alþýðubandalagið tæki við af Sósíalistaflokknum. Þegar
líða tók á tuttugustu öldina fór að kveða við annan tón. M.a. má lesa um þær þreifingar í bók Guðna
Th. Jóhannessonar um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Þeim, sem lifðu þá tíð, er vel minnisstætt þegar
áhuginn á slíku samstarfi tók að vaxa á ný í báðum flokkunum. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, og ýmsir samherjar hans skrifuðu iðulega um það í blaðinu, að rétt væri að leiða
þessa tvo flokka aftur saman í ríkisstjórn. Voru þá rifjuð upp góð tengsl hinna fyrrverandi foringja,
Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonar og látið mjög ákveðið að því liggja, að ekki væri nú löng leið milli
skoðana formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgrímssonar, og forystumanns Alþýðubandalagsins,
Lúðvíks Jósefssonar. Báðir með sömu skoðanir á undirstöðuatvinnuvegunum, sjávarútvegi og
landbúnaði sem og efnahags- og atvinnumálum – og hví skyldu varnarhagsmunirnir svo sem fá að
klúðra því, að þeir tækju saman höndum.
Tilhugalífið
Þessi áhugi var síður en svo bundinn aðeins Styrmi og félögum. Hann átti líka hljómgrunn í
Alþýðubandalaginu. Þar þótti mörgum eins og flokkurinn teldist ekki vera fullgildur þátttakandi á
sviði stjórnmálanna ef honum væri ómögulegt að vinna með íhaldinu. Hvers vegna ætti það að vera
ómögulegt? Þeir og íhaldið ættu svo margt sameiginlegt! Þrátt fyrir tilhugalífið, sem m.a. má lesa um
í bók Guðna Th., þorði hvorugur hópurinn hins vegar aldrei að stíga skrefið. Menn stigu bara svona í
vænginn hvor við annan en svo gerðist aldrei neitt meira.
Gömlu kærleiksminningarnar
Þegar Vinstri grænir svo tóku við hlutverki Alþýðubandalagsins fóru þeir, sem þangað fluttu, með
þessar gömlu kærleiksminningar með sér. Var enn í minni sagan um hvað þeim kom nú vel saman,
Ólafi Thors og Brynjólfi Bjarnasyni. Og hversu mjög það torveldaði frjálsa för um leiksvið
stjórnmálanna að teljast ekki geta unnið með íhaldinu. Og Styrmir var jú enn að skrifa. Já – og stóð
ekki einn. Ekki fremur en fyrri daginn. Enda fór nú að draga til tíðinda. Þegar löngu
ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var loksins lokið fóru menn að líta í
kring um sig. Niðurstaðan varð sú, að flokkurinn, sem stofnaður hafði verið til þess að gerast
valkostur við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarforystu, gróf það markmið í ystu myrkrum og gerðist þess
í stað förunautur Sjálfstæðisflokksins. Settist í Hrunstjórnina? Hvers vegna þá? Að sögn þess, sem
því réði, var það gert til þess að verða á undan Steingrími J. Sigfússyni. Formaður Sjálfstæðisflokksins
staðfesti það svo síðar, að formaður Vinstri grænna hefði lýst sig reiðubúinn til þess loks „að taka
stökkið“. Annar varð bara á undan. Sat svo við það sama tíu árum síðar ef marka má stuðningskonu
VG, sem sagðist hafa setið í flugvél á leið til Akureyrar aftan við umræddan Steingrím sem tjáði sessunaut sínum, ungum Sjálfstæðismanni, hver væri sinn óskadraumur. Að taka höndum saman við
íhaldið! Eftir margra áratuga langt tilhlaup var sum sé komið að því að taka stökkið.
Loksins hoppað…. langt!
Og stökkið hefur nú verið tekið. Tilhugalífinu er loksins lokið. Vinstri grænir eru orðnir „alvöru
flokkur“. Getur unnið með íhaldinu eins og hinir. Mikill er léttirinn. Ég óska þeim og nýrri ríkisstjórn
góðs gengis. Þeir munu engu breyta í þeim málum, sem þeir eru hjartanlega sammála um – í
landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, gjaldeyrismálum og peningamálum – en það er svo sem vel
hægt að láta gott af sér leiða á öðrum sviðum. Vonandi tekst það. Annað bara bíður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“