fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Ónotum beint að Andrési Inga og Rósu Björk á fundi VG

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 09:31

Alþingi - desember 2016

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG. Mynd/Sigtryggur Ari

Ónotum var beint að Andrési Inga Jónssyni og Rósu Björk Brynjólfsdóttur þingmönnum Vinstri grænna á flokksráðsfundi VG í gærkvöldi er þau gerðu grein fyrir því að þau styddu ekki málefnasamning ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem tekur við í dag. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag fóru ónotin í garð Rósu og Andrésar illa í fundarmenn en 15 fundarmenn VG greiddu atkvæði gegn málefnasamningnum á móti 75.

Andrés Ingi taldi upp fjórar ástæður fyrir því að hann styddi ekki málefnasamninginn en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi verja ríkisstjórnina vantrausti. Segir Andrés að í fyrsta lagi séu ekki nógu mörg afgerandi dæmi um að Vinstri græn hafi haft áhrif þar sem mörg atriði séu öll úr stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar frá því í janúar:

Þó að ég viti að þingflokkur Vinstri grænna sé barmafullur af öflugu stjórnmálafólki, þá er ég ekki það bjartsýnn að ég trúi Vinstri grænum til að vera fólkið sem loksins tekst að gera Sjálfstæðisflokkinn að minni Sjálfstæðisflokki,

segir Andrés Ingi. Í öðru lagi byggi of margt í stjórnarsáttmálanum á trausti gagnvart samstarfsflokkunum, stór deilumál á borð við rammaáætlun og rekstrarform á heilbrigðisþjónustu þurfi að útkljá í stjórnarsáttmála en það hafi ekki verið gert:

Í þriðja lagi þá óttast ég að Vinstri græn geti orðið samdauna samstarfsflokkunum – og þykir textinn sem liggur hér fyrir fundinum þegar bera þess merki. Lítum t.d. á upphafsorð kaflans um skattamál: „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins hafa dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins“. Svona orðalagi hefði ég frekar búist við frá Viðskiptaráði en sem inngang að skattastefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna.

Í fjórða lagi þurfi svo að lesa málefnasamninginn á samhengi við ástæður þess að boðað var til kosninga í haust:

Höfum við forsendur til að treysta flokknum sem spilaði með þolendur í málum sem tengdust uppreist æru og reyndi að þagga niður í þeim? Eigum við að ganga í samstarf við flokk sem braut lög við skipun dómara í Landsrétt? Er hægt að stóla á samkomulag við flokk sem síðast í september snérist gegn samkomulagi við þinglok og greiddi atkvæði gegn því að skjóta skjólshúsi yfir flóttabörn? Ég segi nei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“