fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Bjarni: „Við þurfum fjóra mánuði en fáum fjóra daga“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn munu setja það sem aðgreinir flokkanna til hliðar og ná samstöðu um það sem flokkarnir eru sammála um. Þetta kom fram á blaðamannafundi formanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja á Listasafni Íslands í morgun.

Sjá einnig: Sáttmáli Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar: Samstarf um sterkara samfélag

Líkt og komið hefur fram sömdu flokkarnir um fjárlög samhliða málefnasamningnum, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að það hefði þurft mun lengri tíma til að vinna fjárlögin en þetta væri það sem ríkisstjórnin fengi í vöggugjöf:

Við þurfum fjóra mánuði en fáum fjóra daga,

sagði Bjarni um afgreiðslu fjárlaganna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði að stefnan væri sett á efnahagslegan stöðugleika, uppbyggingu innviða og að skapa sátt á vinnumarkaði. Sagði Katrín jafnframt að stuðlað yrði að breyttum vinnubrögðum á Alþingi og að þingið verði eflt. Þar að auki verði lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og meðferð kynferðisbrota.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði að skref yrði tekin í átt að afnámi verðtryggingar, athygli vekur að ekki er minnst einu orði á svissnesku leiðina sem Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á fyrir kosningar, tekið er þó fram í stjórnarsáttmálanum að skoðaðir verði möguleikar á að nota lífeyrissparnað til að auðvelda fólki að kaupa fasteignir.

Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum. Sigurður Ingi taldi það ekki vera vandamál. Bjarni Benediktsson sagði að ríkisstjórnin væri þrátt fyrir það með 33 manna meirihluta á þingi, hann geri ekki athugasemd við að þingmenn annarra flokka lýsi skoðunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins