fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Hafa aðeins fundað í 58 daga af þessu ári

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Alþingi hefur aðeins fundað í 58 daga allt árið 2017. Á sama tíma hafa aðrir mætt til vinnu 227 daga fyrir utan sumarfrí, eru þá helgar og lögbundnir frídagar ekki taldir með.

Fram kemur í svari skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Eyjunnar að á 147. þingi, dagana 12. til 26. september í ár, voru þingfundadagar sex sem skiptust í átta þingfundi.

Á 146. þingi, sem var frá 6. desember í  fyrra til 1. júní 2017, voru þingfundadagar alls 61, níu fyrir jól og 52 eftir jól, frá 24. janúar til 1. júní 2017 á þessu ári. Það sem af er þessu ári hafa þingfundadagar því samtals verið 58.

Þetta eru öllu færri þingfundardagar en árin á undan sem hafa verið á bilinu 120 til 169 daga á ári. Skýrist fjöldinn af öllu leyti af löngu sumarfríi og kosningunum í haust, en boðað var til kosninga skömmu eftir sumarfrí. Því skal þó halda til haga að störf þingmanna einskorðast ekki við þingfundi en nefndarstörf gegna mikilvægu hlutverki.

Ef Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ná að mynda ríkisstjórn munu þingfundardögum á þessu ári fjölga eitthvað, líklegt er að þing verði kallað saman í næstu viku ef ekki í lok vikunnar, en enn á eftir að afgreiða fjárlög ársins 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins