fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Hafa aðeins fundað í 58 daga af þessu ári

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Alþingi hefur aðeins fundað í 58 daga allt árið 2017. Á sama tíma hafa aðrir mætt til vinnu 227 daga fyrir utan sumarfrí, eru þá helgar og lögbundnir frídagar ekki taldir með.

Fram kemur í svari skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Eyjunnar að á 147. þingi, dagana 12. til 26. september í ár, voru þingfundadagar sex sem skiptust í átta þingfundi.

Á 146. þingi, sem var frá 6. desember í  fyrra til 1. júní 2017, voru þingfundadagar alls 61, níu fyrir jól og 52 eftir jól, frá 24. janúar til 1. júní 2017 á þessu ári. Það sem af er þessu ári hafa þingfundadagar því samtals verið 58.

Þetta eru öllu færri þingfundardagar en árin á undan sem hafa verið á bilinu 120 til 169 daga á ári. Skýrist fjöldinn af öllu leyti af löngu sumarfríi og kosningunum í haust, en boðað var til kosninga skömmu eftir sumarfrí. Því skal þó halda til haga að störf þingmanna einskorðast ekki við þingfundi en nefndarstörf gegna mikilvægu hlutverki.

Ef Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ná að mynda ríkisstjórn munu þingfundardögum á þessu ári fjölga eitthvað, líklegt er að þing verði kallað saman í næstu viku ef ekki í lok vikunnar, en enn á eftir að afgreiða fjárlög ársins 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“