fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Stefán: Símtalið gerir þennan gjörning enn óskiljanlegri

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, Geir Haarde og Stefán Ólafsson. Samsett mynd/DV

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði segir að birting símtals Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra um Kaupþingslánið fræga geri lánveitinguna enn óskiljanlegri en hún var áður en símtalið var birt.

Í símtalinu, sem átti sér stað 6. október 2008, ræddu þeir Davíð og Geir um neyð­ar­lána­lán­veit­ingu til Kaup­þings upp á 500 millj­ónir evra, sem kost­aði íslenska skatt­greið­endur á end­anum 35 millj­arða króna í tap.

Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra tilkynnir um neyðarlögin 6. október 2008.

Davíð útskýrði fyrir Geir að ef Seðla­banki Íslands geti „skrapað saman 500 millj­ónum evra“ fyrir Kaup­þing séu þeir „komnir inn að beini og þá gætum við hjálpað Kaup­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­bank­anum líka, sko.“ Davíð sagði svo að hann búist ekki við að geta fengið peningana til baka, Kaupþingsmenn haldi því fram en það séu ósannindi eða óskhyggja. Hafa verður í huga að það er hlutverk seðlabanka að lána til þrautavara. Davíð sagði að án góðra veða myndi bankinn ekki lána þessa fjármuni þar sem það myndi „setja íslenska ríkið á galeiðuna“:

Dav­íð: En við myndum skrapa, Kaup­þing þarf þetta í dag til að fara ekki á haus­inn.

Geir: Já, en það er spurn­ing með þá, fer þá Lands­bank­inn í dag?

Dav­íð: Já, þá myndi hann fara í dag á haus­inn vænt­an­lega.

Geir: Og Glitnir á morg­un?

Dav­íð: Og Glitnir á morg­un.

Símtalið veitir engin svör

Stefán segir í pistli hér á Eyjunni að þetta fræga símtal veiti engin svör við því hvers vegna þetta lán hafi verið veitt:

Veð í dönskum fjárfestingabanka í yfirstandandi fjármálakreppu hlaut að vera ótraust. Enda stóð sá banki þá þegar á brauðfótum eins og margir fjárfestingabankar og síðar var hann leystur upp. Seðlabankinn mátti á endanum þakka fyrir að fá einhver verðmæti út úr þessu veði – en þjóðin tapaði þó um 30 milljörðum þegar upp var staðið,

segir Stefán. Bendir hann á að um kvöldið hafi Geir svo flutt hina frægu „Guð blessi Ísland“-ræðu og því sé óskiljanlegt að þetta lán hafi verið til umræðu fyrr sama dag:

Hvers vegna var þetta lán þá veitt, með þeim hætti sem varð?

Símtalið veitir engin svör við því. Það gerir þennan gjörning reyndar enn óskiljanlegri en hann var fyrir. Þetta var ákvarðanataka í fáti og fumi, eins og það birtist í símtalinu.

Var þetta til að kaupa tíma? Og þá fyrir hverja? Og til hvers?

Það hafi heldur ekki verið rætt hvert þessir peningar áttu að fara og hverju þeir áttu að bjarga:

Það hefur heldur aldrei verið skýrt með fullnægjandi hætti hvar þessir peningar enduðu.

Af hverju er það ekki gert? Þetta var fé almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“