fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Karlar á þingi bregðast við áskorun kvenna

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Karlar á þingi hafa brugðist við áskorun kvenna úr stjórnmálum og stjórnsýslu og lýsa yfir fullum vilja til að stuðla að breytingum. Fram kemur í yfirlýsingu sem þingmennirnir hafa sent á fjölmiðla að þeir lýsi yfir fullum vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“.

Sjá einnig: Stjórnmálakonur stíga fram

Það hafi þegar verið rætt meðal þeirra hvað þeir getum lagt af mörkum innan Alþingis og vilja þeir halda því samtali áfram til að móta raunhæfar aðgerðir í samráði við sérfræðinga og konurnar sem þeir starfa með.

Kynferðisofbeldi og áreitni á sér stað í stjórnmálum rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Því verðum við að breyta,

segir í yfirlýsingunni. Hér má sjá lista yfir karlana á þingi sem skrifa undir yfirlýsinguna:

Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum

Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu

Björn Leví Gunnarsson, Pírötum

Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki

Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins

Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokki

Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum

Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn

Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri grænum

Logi Einarsson, Samfylkingu

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki

Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki

Þorsteinn Víglundsson, Viðreisn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar