fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Íslenskt átak gegn unglingadrykkju vekur heimsathygli – og fjörugar umræður

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

 

Fréttamyndband frá BBC sem fjallar um hvernig Íslendingar hafa tekið á áfengisdrykku og fíkniefnaneyslu unglinga hefur  deilt 17.152 sinnum þegar þetta er skrifað. Myndbandið er að finna hér á Facebook. Má segja að það fari eins og eldur um sinu.

Þarna er rætt meðal annars við Dag B. Eggertsson, fólk á foreldravakt og unglinga á Íslandi. Einnig eru birtar tölur um hvernig ástandið var áður – býsna slæmt segir í fréttinni – og hvernig það er nú, eitt hið besta á Vesturlöndum.

Það er mikið verk að fletta í gegnum ummæli um fréttina. Þau eru orðin meira en 1000 talsins. Þar má meðal annars lesa að Ísland sé stórkostleg þjóð, að aðrar þjóðir geti lært í þessu efni af Íslendingum, svo mælir þarna fólk sem hefur komið til Íslands eða langar að fara þangað.

Aðrir segja að það sé ekkert að marka þetta, Íslendingar séu svo fáir og þjóðin sé svo einsleit að það sé í raun enginn vandi að gera átak af þessu tagi. Svo eru líka þeir sem segja að við séum þrúgandi lúterskt samfélag og það sé ekkert eftirsóknarvert að líkjast okkur.

En margir eru semsé yfir sig hrifnir eins og sjá má hérna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin