fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Hannað til að skapa fíkn

Egill Helgason
Mánudaginn 2. október 2017 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það spannst á Facebook hjá mér heilmikil umræða um snjallsíma í framhaldi af því að skólastjórnandi á höfuðborgarsvæðinu sagði að ekki væri mögulegt að banna nokun slíkra tækja í tímum.

Þetta hefur þó verið gert víða erlendis. Og það er staðreynd að símarnir trufla kennslu verulega, raska einbeitingunni og í frímínútum grúfa börn og unglingar sig yfir símana.

Því þetta eru sterk tæki og notkun þeirra verulega ávanabindandi. Við þekkjum það líka fullorðna fólkið. Getum við þá ætlast til að börnin standist þessa freistingu – sem getur líka orðið að hreinni fíkn.

Andri Snær Magnason setti þennan texta inn í umræðuna

Snjallsímanum er ekki ætlað að spara tíma eins og reiknivél heldur er hann hannaður eins og spilakassi, til að skapa fíkn og eyða tíma fólks. Framleiðendur mæla árangur sinn í hversu mikið ,,lím“ er í appinu. Snapchat er síðan verkfæri Satans, sérhannað til að þjálfa athyglisgáfu upp á c.a þrjár sekúndur.

Símarnir og öppin í símanum eru hönnuð og rekin af stærstu fyrirtækjum í heimi, öppin eru ókeypis vegna þess að gegnum þau geta fyrirtæki safnað upplýsingum um okkur og auglýst vörur og þjónustu.

Með snjallsímum í skólastofum hafa auglýsendur beinan aðgang að krökkunum gegnum Snapchat, Facebook, Instagram etc.. og því er spurning hvort ekki eigi að gæta jafnræðis, hvort það sé sanngjarnt að Facebook og Google hafi einkarétt á auglýsingum í opinberu skólarými, hvort ekki væri sanngjarnt ef allir gætu komið í skólana, hengt upp plakat og kynnt vörur sínar, hvort ekki væri ráð að leyfa öllum að banka á dyrnar í skólastofu og segja: Afsakið en ég er hérna með gallabuxur… já góðan daginn það var nýtt Britney lag að koma, afsakið, ég ætla að leggja smá könnun fyrir krakkana og ég er hérna með gps nema, ég ætla að fá að rekja ferðir barnanna …

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi