fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

HM, Rússlandsstjórn, Pótemkíntjöldin – og þó nokkur hræsni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. október 2017 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Rússlandi ríkir hálf-fasísk stjórn sem virðir tjáningar- og stjórnmálafrelsi að vettugi, níðist á stjórnarandstæðingum, lokar fjölmiðlum sem eru andsnúnir henni og ofsækir fjölmiðlamenn. Stjórnin er byggð upp á samkrulli fyrrum KGB-manna og ólígarka, ótrúlegum fjárhæðum hefur verið skotið undan – óvíða í heiminum er jafn himinhrópandi ójöfnuður. Ekki má heldur gleyma Úkraínumálinu. Halldór Baldursson kom inn á það í eitraðri skopmynd í Fréttablaðinu, ég veit hann erfir það ekki við mig þótt ég sýni myndina hér.

 

 

Það er auðvitað hneyksli að íþróttastórmót eins og heimsmeistarakeppni í fótbolta skuli vera haldið í Rússlandi. En fátt kemur á óvart þegar spillingin í alþjóðaknattspyrnunni er annars vegar. Stjórnmálamenn af sauðahúsi Pútíns njóta þess að koma fram með íþróttahetjur í bakgrunninum, það höfum við séð áður.

Rússar munu sjálfsagt reyna að setja upp sparisvipinn – það er reyndar til rússneskt hugtak um slíkt, Pótemkín-tjöld.

En það verður að segjast eins og er að í því felst dálítil hræsni að senda stórt íþróttalið og fjölda af áhorfendum til Rússlands á sama tíma og eru í gildi viðskiptaþvinganir sem valda því að óhægt er að selja þangað fisk og ket.

Þetta á náttúrlega ekki bara við um Ísland, því fjöldi þjóða sem beita Rússa refsiaðgerðum mun keppa á HM næsta sumar. Bandaríkjamenn verða reyndar ekki með, en það er bara vegna þess að þeir duttu úr keppninni í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“