fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

„Eitthvað verk niðri við sjó“

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. október 2017 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáa íslenska listamenn hef ég dáð meira en Jón Gunnar Árnason. Við vorum samtíða á Mokka nokkuð lengi, Jón Gunnar var líklega mesti töffari sem ég hef séð á ævinni, hafði ótrúlega sterka og flotta nærveru. Og sem skúlptúristi var hann óviðjafnanlegur. Upphaflega var hann vélsmiður en söðlaði yfir og fór í myndlistina. Þess gætir í verkum hans.

Nú er deilt um notkun Flokks fólksins á þekktasta verki Jóns Gunnars, Sólfarinu. Flokkurinn notar flennimynd af því í pólitísku áróðursskyni. Allt virðist það vera vanhugsað, en dætrum Jóns Gunnars líkar þetta illa. Það hlýtur að vera þeirra að dæma um hvort slík notkun verksins sé eðlileg.

Viðbrögð Ingu Sæland, formanns flokksins eru hins vegar dálítið á skjön. Hún segir í viðtali við RÚV.

„Þetta er eitthvað verk sem er þarna niðri við sjó. Það stendur hvergi að það megi ekki taka myndir af verkinu. Þær systur ættu kannski bara að fara að setja upp skilti þar, svo að hinn almenni borgari viti að hann megi ekki taka mynd af því,“ segir Inga.

„Meginreglan er að ef það segir hvergi að það sé bannað þá er það leyfilegt,“ heldur Inga áfram. Þess vegna breyti engu þótt fólk sé óánægt – flokkurinn eigi myndina og geti notað hana. „Hún getur farið með þetta eins langt og hún vill,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi