fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn samþykktu stjórnarsáttmálann

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. janúar 2017 22:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson Mynd: Sigtryggur Ari
Bjarni Benediktsson Mynd: Sigtryggur Ari

Ráð hinna nýju stjórnarflokka hittust í kvöld og fréttir hafa borist af því að bæði ráðgjafaráð Sjálfstæðisflokksins og ráð Viðreisnar hafi samþykkt stjórnarsáttmálann. Þótt menn hafi verið óánægðir með ýmislegt í stjórnarsáttmálanum að þá var hvorugur flokkurinn það óánægður að samningurinn færi ekki í gegn.

Fundi Viðreisnar lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld með dynjandi lófaklappi. Fundi flokksráðsins hjá Sjálfstæðisflokknum lauk klukkan rúmlega níu í kvöld þarsem menn virtust allir sammála. Í það minnsta var stjórnarsáttmálinn samþykktur einróma.

Í viðtali Bjarna Benediktssonar við mbl.is segir svo frá:

Spurður um ráðuneyti sagði Bjarni að sjálf­stæðis­menn hefðu áður kallað eft­ir sér­stöku dóms­málaráðuneyti en það yrði svo önn­ur ákvörðun hvort sér­stak­ur ráðherra yrði sett­ur yfir það. Hvað ráðherra­mál­in sjálf varðaði myndi hann ræða það í þing­flokki sjálf­stæðismanna annað kvöld. Spurður um stjórn­arsátt­mál­ann sagði Bjarni hann nokkuð víðfeðman og þar væri að finna ágætis­jafn­vægi á milli flokk­anna. Sátt­mál­inn yrði kynnt­ur á morg­un.

Spurður hvort það væri áhyggju­efni að full­trú­ar á lands­byggðinni hefðu hugs­an­lega ekki kom­ist á fund­inn vegna skamms fyr­ir­vara sagði Bjarni: „Við reynd­um að gefa eins mik­inn fyr­ir­vara og aðstæður leyfðu. Við höf­um ekki fengið mikið af kvört­un­um vegna þessa en það er alltaf reynt að taka til­lit til þessa og meðal ann­ars þess vegna höfðum við fund­inn að kvöldi til í dag.“ Spurður hvort marg­ir hafi tekið til máls til þess að gagn­rýna sátt­mál­ann sagði Bjarni aðeins tvo hafa gert það en al­mennt hafi komið fram ánægja með niður­stöðuna.

Stjórn Bjartr­ar framtíðar samþykkti líka stjórn­arsátt­mála fyr­ir­hugaðrar rík­is­stjórn­ar eft­ir ansi langan fund í kvöld en hann var bara að klárast í þessu, rétt fyrir klukkan ellefu á mánudagskvöldi. Fundurinn var haldinn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“