fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Engin lausn í sjónmáli

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. janúar 2017 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarútvegur felur ekki aðeins í sér sjómennsku, heldur skipta bein og óbein störf tugum þúsunda.
Sjávarútvegur felur ekki aðeins í sér sjómennsku, heldur skipta bein og óbein störf tugum þúsunda.

Samkvæmt fréttum Bylgjunnar og RÚV að þá virðist engin lausn í sjónmáli í sjómannaverkfallinu. Sjómenn héldu samstöðufund sjómanna fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag og var vel mætt.

Samkvæmt sex fréttum Rásar 1 virðast deiluaðilar ekki vera að ná saman. Talsmenn útgerðarinnar hafa látið hafa eftir sér að tap hennar sé uppá milljarða króna, nú þegar.

Einn af þeim sem mættu á mótmælin var rapparinn Erpur Eyvindarson. Þorvaldur Arnarsson, blaðamaður fjallaði um málið á Mbl.is og þar lét hann Erpur hafa eftir sér: „Ég er mætt­ur, eðli­lega. Hryggj­ar­stykkið í efna­hags­lífi okk­ar Íslend­inga er hér mætt holdi klætt og ef ein­hver á skilið að fá sann­gjörn laun eru það menn­irn­ir sem hír­ast úti á ball­ar­hafi í 30-40 daga í senn til að styðja við þjóðarbúið. Þetta eru menn sem ég get peppað alla leið, og ekki bara af því að ég á ætt­ir að rekja vest­ur á firði í alla mögu­lega ættliði, held­ur vegna þess að þetta er rétt­læt­is­mál. Þetta eru bara hetj­ur og þeir eiga að fá mann­sæm­andi laun.“

Hefur gríðarleg áhrif á samfélagið

Þátturinn Bryggjan á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fjallar í kvöld um sjómannaverkfallið sem hófst 14. desember síðastliðinn. Sáttafundur var haldinn í Karphúsinu í gær og skilaði ekki neinu.

Þessi pattstaða hefur gríðarleg áhrif á fiskvinnsluna, útflutning og markaði erlendis.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norð Vesturkjördæmi, þar sem sjávarútvegurinn er stærsta atvinnugreinin fer yfir stöðuna í þættinum á Hringbraut í kvöld. Lilja Rafney hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir ríkið og er einnig sjómannsdóttir að vestan. Það er deilt um kostnaðinn sem er deilt á milli útgerða og sjómanna, þeir hafa verið samningslausir í sex á rog hefur varaformaður sjómannasambandsins sagt uppsafnaða gremju vera í stéttinni.

Umsjónarmenn Bryggjunnar eru Linda Blöndal og Sölvi Tryggvason.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“