„Ef ég mætti gerast svo frökk og ráða mínum gamla félaga heill, þá held ég að hann yrði samstundis að þjóðhetju ef hann myndi slíta sig frá Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum og með því að hafna fúskinu,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Hún hvetur Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, til að hætta við fyrirhugað stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn.
„Ég held að það eina rétta í stöðunni fyrir Óttarr í ljósi skýrslu fúsksins sé að krefjast kosninga að nýju og lýsa fyrirfram yfir vantrausti á væntanlega ríkisstjórn sína?,“ segir Birgitta.
„Óttarr getur gert þetta áður en yfir líkur en ég væri til í að leggja fram vantraust um leið og ríkisstjórnin kemur saman á nýju þingi. Þingflokkur Pírata mun ræða þetta alltsaman á eftir og væntanlega senda frá sér einhverja yfirlýsingu í dag,“ segir Birgitta á fésbók.