fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

„…að gengisfelling sé sprottin af illum hvötum og til þess gerð að níðast á þjóðinni.“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. janúar 2017 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

„Það er ekki innistæða fyrir því hjá þingmanninum Vilhjálmi Bjarnasyni að setja sig á háan hest yfir þjóðinni,“ skrifar Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. En þar gagnrýnir hann þingmanninn Vilhjálm Bjarnason fyrir grein hans um peninga og gengi í Morgunblaðinu fyrir stuttu síðan. En þar hélt Vilhjálmur því fram að gengisfelling væri „kúgunaraðferð“. Vitnar Tómas í lokaorð greinar Vilhjálms með eftirfarandi hætti:

Í kúgun sem beitt var í gengismálum sýndu Íslendingar skilningsríka sáttfýsi, án þess að gera tilraun til uppreisnar.“ Greinarhöfundur bætir við: „En ævinlega eru Íslendingar tilbúnir að kyssa þann vöndinn sem sárast er beitt og trúa því að hjá kaldrifjaðasta böðlinum væri hjálpin sönnust og öruggt skjól að finna.“

Tómas Ingi er ekki ánægður með þessi skrif og segir að honum finnist í skrifum þingmannsins gæta hroka í garð Íslendinga sem hafa sýnt gengisbreytingum talsvert langlundargeð og litið svo á að þar væri um að ræða aðlögun að raunveruleikanum. Þótt það kostaði oft talsvert skert lífskjör.

Vilhjálmur virðist álíta að gengisfelling sé sprottin af illum hvötum og til þess gerð að níðast á þjóðinni. Gegn gengisfellingu íslensku krónunnar bendir hann á evruna, sem er fjölþjóðamynt byggð á „eiginlegri stjórnarskrá Evrópusambandsins, Maastricht-sáttmálanum“ annars vegar og á bandaríkjadali hins vegar „sem eru stjórnarskrárvarðir í því ríki sem gefur þá út,“ eins og þingmaðurinn kemst að orði. Til að finna fullyrðingum sínum stað í hagsögu Bandaríkjanna vitnar hann í stjórnarskrá þess stórveldis og telur stofnendurna hafa ætlað sér að stýra ekki aðeins gengi dalsins heldur einnig gjaldmiðlum annarra þjóða: „Verðmæti þeirrar myntar (dalsins) í öðrum myntum er ekki ákvarðað af Federal Reserve eins og stofnendurnir ætluðust til,“ segir þingmaðurinn.

Tómas Ingi bendir á að stofnendur bandarísku stjórnarskrárinnar hafi sett inn í samþykktina heimildir þingsins til að setja reglur um myntsláttu. Þannig sé skrifað í:

„fimmta tölulið áttundu málsgreinar (section) fyrstu greinar (article) bandarísku stjórnarskrárinnar að þinginu sé heimilað að slá mynt, setja reglur um verðmæti hennar og verðmæti erlendrar myntar. Hér er sem sagt verið að fjalla um fullveldisrétt Bandaríkjanna til að slá mynt og ákveða verðmæti hennar. Verðmæti dalsins á alþjóðlegum markaði er hins vegar háð framboði og eftirspurn. Bandaríkjamenn geta ráðið miklu um framboðið, en eftirspurnin er flóknara mál.

Þegar stjórnarskráin var samþykkt voru Bandaríkin landbúnaðarland. Útflutningur var takmarkaður og að mestu bómull. Iðnaður fór ekki að hafa mikil áhrif á efnahag þessa framtíðarstórveldis fyrr en um og eftir miðja 19. öldina. Nánast alla þá öld var óreiða í peningamálum og hart tekist á um miðstjórnarvald í málaflokknum. Óreiðan leiddi til stofnunar Federal Reserve árið 1913.

Eftir því sem Bandaríkjunum óx ásmegin og þau gerðu sig gildandi í alþjóðlegum viðskiptum varð dalurinn fyrirferðarmeiri á gjaldeyrismörkuðum heimsins. Frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri hefur bandaríkjadalur verið ráðandi gjaldmiðill í alþjóðlegum viðskiptum. Þótt hann hafi ekki lengur þá stöðu, sem hann naut frá 1945 til 1970, þá er staða hans sem heimsgjaldmiðils sterkari en skuldir Bandaríkjanna gefa tilefni til. Bandaríkjadalur er hins vegar ekki „stjórnarskrárvarinn“ eins og Vilhjálmur Bjarnason telur. Það er ekki hægt að verja gjaldmiðla í stjórnarskrá.“

Þá bendir Tómas Ingi á að Bandaríkjamenn hafi þó reynt að verja peningasláttu sína með gulli en einsog frægt er orðið að þá var því hætt árið 1971. Sú ákvörðun er enn deilumál á meðal hagfræðinga í dag. En um 1970 var komið í ljós að gullforði Bandaríkjanna stóð ekki undir peningaprentuninni og því var dollarinn felldur í verði gagnvart gulli.

Gengisfellingu bandaríkjadals á þessum árum má kannski flokka undir „kúgunaraðgerð“ ef mönnum líður betur með það. En í raun var gengisfellingin viðurkenning á staðreyndum efnahagslífs Bandaríkjanna og neikvæðum áhrifum, sem gegndarlaus peningaprentun þeirra hafði á efnahag annarra þjóða.

Sama á við um evruna. Öfugt við það sem Vilhjálmur heldur fram er hún ekki tryggð með stofnskrá Evrópusambandsins, hvort sem sú stofnskrá er talin birtast í Maastricht-samningnum, eins og Vilhjálmur álítur, eða Lissabon-samningnum eins og þeir í Brussel halda fram.

Tómas Ingi bendir svo á að ríki Evrópusambandsins reki mjög mismunandi efnahagsstarfsemi og ríkisfjármálastefnu. Þótt meirihluti ríkjanna hafi tekið upp evruna og lúti í raun stjórn Seðlabanka Evrópusambandsins. En Evrusvæðið sé engu að síður ósamstæð efnahagsdeild sem stundar ekki samræmda stjórnmála- og efnahagsstefnu. Þá skrifar Tómas Ingi: „Í efnahagskreppunni sem skall á 2007-2008 kom í ljós að evrusvæðið hafði notið tiltrúar, sem ekki var innistæða fyrir. Því féll gengi evrunnar, en fjármálastofnunum var vísað í vasa skattgreiðenda til að koma sér fyrir vind.“

Lokaorð greinar Tómasar Inga eru eftirfarandi:

Hitt er svo augljóst að flestir vilja heldur sigla milli skers og báru í átt til bættra lífskjara og forðast þau áföll sem fylgja leiðréttingum gjaldmiðilsins. Það er unnt. Raunsæi og ráðdeild eru lykill að jafnvægi í efnahagsmálum hvort sem við eigum í hlut, Bandaríkjamenn eða þjóðir Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki sú leið sem Vilhjálmur Bjarnason hefur áhuga á. Hann vill bersýnilega að þjóðin skríði í skjól gjaldmiðla, sem eru tryggðir í stjórnarskrám og sáttmálum, þótt sá vettvangur sé hvergi til.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“