fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Um skreytingamenn ríkisins — innlegg í umræðu um listamannalaun

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. janúar 2017 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

erna ýr öldudóttir_eyjan
Erna Ýr Öldudóttir.

Eftir Ernu Ýr Öldudóttur:

Það er mikilvægt að list sé óháð og þá sérstaklega ríkisvaldinu. Ríkisvaldið sækist sérstaklega eftir því að hafa listamenn í sinni þjónustu, rétt eins og stofnanir eins og kirkjan og konungsvaldið gerðu áður. Það er vegna þess að engin gagnrýni er öflugri, eða nær með meiri hraða eða áhrifum til almennings, heldur en list sem að hittir í mark. Þessvegna sækjast stjórnvöld sérstaklega eftir því að:

a. Stofnanavæða list. List sem er hinu opinbera þóknanleg fær stimpilinn „list“ og er gjarnan varðveitt og til sýnis fyrir peninga skattgreiðenda.

b. Hafa vinsæla og öfluga listamenn á launum og styrkjum hjá sér.

c. Ákæra, handtaka og fangelsa listamenn. Þetta er algengt í alræðisríkjum sem þola enga gagnrýni.

Höndin sem fóðrar

Ávinningurinn af þessu er tvennskonar. (Ég sleppi lið c. hann á varla við hérlendis ennþá, þar sem að Jón Valur Jensson er bara gagnrýninn maður en ekki listamaður). Annarsvegar getur ríkisvaldið látið framleiða list sem að á beinan eða óbeinan hátt sýnir verk þess og stefnur í jákvæðu ljósi. Hinsvegar losnar ríkisvaldið að mestu við gagnrýni „alvöru“ listamanna því hver vill bíta höndina sem fóðrar þá?

Ríkisvaldið er í raun að borga fyrir að verja sjálft sig fyrir gagnrýni og er að ákveða fyrir almenning hvað sé list með því að hampa þóknanlegri list umfram aðra, með peningum sem fengnir eru með valdi frá almenningi. Almenningi er seld sú hugmynd að list geti ekki þrifist nema fyrir tilstilli ríkisvaldsins og flestir gera sér ekki grein fyrir því að stuðningur ríkisvaldsins við listina er það sem afhelgar hana og rænir hana mikilvægasta tilgangi sínum.

Oft heyrir maður í umræðunni, þegar fólk efast, að það sé nauðsynlegt að vernda „þjóðmenninguna“ og það er endalaust notað sem rök fyrir áframhaldandi tangarhaldi ríkisins á listinni, varðveislu hennar og þeim vettvöngum þar sem hún kemst til skila. Með því er verið að nota sálfræði til þess að höfða til sjálfsmyndar borgaranna sem Íslendinga og grunnþörf þeirra til að tilheyra. Að ef að við varðveitum ekki „þjóðmenninguna“ sem er „listin“ sem ríkið hefur tekið upp á sína arma, þá hættum við að vera til sem þjóð. Höfðað er til frumstæðustu tilfinninga fólks um eigin tilvist og þörfina fyrir að tilheyra. Það er ekki erfitt, hjá smáþjóð sem stöðugt óttast um afdrif sín í stórum og síbreytilegum heimi. Þessi orðræða er líklega sú aðferð sem stuðar mig mest.

Allir sem ætla að halda völdum til lengri tíma er það því bráðnauðsynlegt að hafa alla helstu listamenn á sínu bandi og ríkisvaldinu er fullkunnugt um það. Því segi ég, án þess að skafa utan af því: Þið ykkar sem takið við þeim mútum ríkisvaldsins sem flokkast sem listamannalaun getið undireins hætt að kalla ykkur listamenn og skuluð taka upp titilinn „Skreytingamenn ríkisins“.

Erna Ýr er viðskiptafræðingur og fv. formaður framkvæmdaráðs Pírata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“