fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra eftir helgi í þriggja flokka hægri stjórn

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. janúar 2017 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni-BenediktEftir fund Þingflokks sjálfstæðismanna í gær er orðið ljóst að ný ríkisstjórn er að verða til. Hún ætti að vera orðin klár fyrir miðja næstu viku og tekur þá fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar við stjórn landsmála.

Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynda þá ríkisstjórn sem hefur minnsta mögulega meirihluta, eða einn þingmann.

Bjarni sagði við fréttastofu Stöðvar 2, að þingflokkurinn væri í aðalatriðum sáttur við drög að stjórnarsáttmála sem hann hefði kynnt á fundinum. Stefnt er að því að ný ríkisstjórn verði kynnt á þriðjudag eða miðvikudag.

Bloomberg-fréttastofan birtir frétt eftir Ómar R. Valdimarsson blaðamann, þar sem segir að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir félagsmálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson fái atvinnuvegaráðuneytið og Guðlaugur Þór Þórðarson verði innanríkisráðherra eða utanríkisráðherra, en skipting ráðuneyta sé enn ófrágengin hjá Sjálfstæðisflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“